Beint á leiđarkerfi vefsins

Gjafsókn

  Almennar upplýsingar varđandi gjafsókn. Yfirlit Hvađ er gjafsókn?

Gjafsókn er notađ bćđi um gjafsókn og gjafvörn. Gjafsókn er veitt vegna mála sem rekin eru fyrir íslenskum dómstólum. Ţannig verđur gjafsókn ekki veitt vegna mála sem rekin eru fyrir stjórnvöldum eđa erlendum dómstólum. Gjafsókn er ađeins veitt einstaklingum en ekki lögađilum, s.s. fyrirtćkjum eđa félögum. Hver sá einstaklingur sem getur átt ađild ađ dómsmáli hér á landi, án tillits til ríkisborgararéttar, getur átt rétt til gjafsóknar. Gjafsókn verđur ekki veitt eftir ađ dómur hefur verđi kveđinn upp.

Gjafsókn skuldbindur ríkiđ til ađ greiđa ţann málskostnađ sem gjafsóknarhafi hefur sjálfur af máli, ţ.e. ţóknun lögmanns o.fl. Gjafsókn má ţó takmarka ţannig ađ hún nái ađeins til tiltekinna ţátta málskostnađar eđa geti hćst numiđ tiltekinni fjárhćđ. Ţóknun lögmanns gjafsóknarhafa fyrir flutning máls skal ákveđin í dómi eđa úrskurđi.

Ríkiđ verđur ţví ekki skuldbundiđ til ađ greiđa ţá ţóknun sem málflytjandi gjafsóknarhafa kann ađ áskilja sér heldur ađeins ţá fjárhćđ sem dómari ákveđur handa honum. Gjafsóknarhafa eđa lögmanni hans ber ađ snúa sér til dómsmálaráđuneytisins vegna uppgjörs tildćmdrar málflutningsţóknunar og útlagđs kostnađar.

Gjafsóknarhafi er undanţeginn öllum greiđslum í ríkissjóđ vegna ţess máls sem gjafsókn tekur til, ţar á međal greiđslum fyrir opinber vottorđ og önnur gögn sem verđa lögđ fram í máli. Gjafsókn nćr einnig til kostnađar af fullnustu réttinda gjafsóknarhafa međ ađför og nauđungarsölu, nema annađ sé tekiđ fram í gjafsóknarleyfinu. Gjafsókn breytir engu um ađ gjafsóknarhafa verđi sjálfum gert ađ greiđa gagnađila sínum málskostnađ.
í efnisyfirlit ^

Hvađa skilyrđi ţarf ađ uppfylla?

Efnahag umsćkjanda ţarf ađ vera ţannig háttađ ađ kostnađur af gćslu hagsmuna hans í máli yrđi honum fyrirsjáanlega ofviđa.

Viđ mat á ţví hvort gjafsókn verđi veitt vegna efnahags umsćkjanda skal höfđ hliđsjón af skattleysismörkum tekju- og eignarskatts á hverjum tíma. Einnig skal litiđ til samanlagđra tekna og eigna umsćkjanda og maka eđa sambúđarmanns. Ţegar umsćkjandi er yngri en 18 ára skal höfđ hliđsjón af samanlögđum tekjum og eignum foreldra. Viđ matiđ skal einnig tekiđ tillit til eftirfarandi atriđa:

 1. framfćrslubyrđi umsćkjanda,
 2. umfangs máls og vćntanlegs málskostnađar,
 3. vaxtagjalda af skuldum vegna eigin íbúđar sem umsćkjandi býr í,
 4. annars óhjákvćmilegs kostnađar sem umsćkjandi hefur vegna framfćrslu umfram venjubundinn framfćrslukostnađ,
 5. fjármagnstekna og skattfrjálsra tekna og eigna.

Gjafsókn verđur ađeins veitt ef málstađur umsćkjanda gefur nćgilegt tilefni til málshöfđunar eđa málsvarnar. Viđ mat á ţví hvort umsćkjandi um gjafsókn hefur nćgilegt tilefni til málshöfđunar skal međal annars höfđ hliđsjón af eftirtöldum atriđum:

 1. hversu ríka hagsmuni umsćkjandi hefur af úrlausn máls, međal annars međ tilliti til vćntanlegs málskostnađar,
 2. hverjir eru ađilar málsins, ţar á međal hvort máliđ er á milli nákominna,
 3. hugsanlegu tómlćti og sönnunarvanda,
 4. hvort leitast hafi veriđ viđ ađ leysa máliđ utan réttar, ţar á međal fyrir stjórnvöldum og öđrum úrskurđarađilum,
 5. hvort gagnaöflun utan réttar er lokiđ og málshöfđun tímabćr,
 6. niđurstöđu hérađsdóms ef sótt er um gjafsókn fyrir Hćstarétti.

í efnisyfirlit ^

Lögbundin gjafsókn.

Gjafsókn verđur enn fremur veitt eftir ţví sem fyrir er mćlt í öđrum lögum. Sćkja ţarf um slíka gjafsókn til dómsmálaráđuneytisins.

Lögskylt er samkvćmt 178. gr. laga nr. 19/1991 um međferđ opinberra mála ađ veita gjafsókn í málum ţar sem settar eru fram kröfur um bćtur fyrir handtöku, leit á manni eđa í húsi, hald á munum rannsókn á heilsu manns, gćsluvarđhald og ađrar ađgerđir sem hafa frelsissviptingu í för međ sér.

Samkvćmt 66. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur gilda almennar gjafsóknarreglur um málssókn og málsvörn fyrir Félagsdómi.

Samkvćmt 23. gr. ćttleiđingarlaga nr. 130/1999 skal stefnandi hafa gjafsókn í dómsmáli vegna ćttleiđingar skv. 22. gr. laganna.

Í 1. mgr. 4 . gr. laga nr. 21/1994 um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvćđiđ er heimilađ ađ veita málsađila, sem ekki hefur krafist ţess ađ álits verđi aflađ, gjafsókn vegna ţess ţáttar málsins.

Samkvćmt d-liđ 10. gr. laga nr. 85/1997 um umbođsmann Alţingis, getur umbođsmađur lagt til ađ gjafsókn verđi veitt í máli sem heyrir undir starfssviđ umbođsmanns og hann telur rétt ađ lagt verđi fyrir dómstóla til úrlausnar.

Samkvćmt 60 gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, skulu foreldrar, fósturforeldrar og barn sem gengur inn í mál skv. 55. gr. laganna hafa gjafsókn fyrir hérađsdómi og Hćstarétti. Ef mál er höfđađ skv. 34. gr. laganna til endurskođunar á fyrri niđurstöđu dóms, sbr. 3. mgr. 34. gr., fer um rétt ađila til gjafsóknar samkvćmt almennum reglum.

Samkvćmt 11. gr. barnalaga nr. 76/2003, skal greiđa ţóknun lögmanns stefnanda sem dómari ákveđur úr ríkissjóđi, svo og annan málskostnađ, ţegar barn er stefnandi fađernismáls. Ákvćđi 11. gr. eiga jafnframt viđ í dómsmálum til vefengingar á fađerni barns. Barniđ sjálft, móđir ţess og skráđur fađir skv. 2. gr. laganna geta höfđađ slíkt mál. Ákvćđi laganna er töluvert frábrugđiđ eldri barnalögum nr. 20/1992. Í greinargerđ međ hinum núgildandi lögum segir ađ markmiđiđ međ breyttu orđalagi og nýrri framsetningu sé ţađ ađ koma í veg fyrir ađ stefnandi ţurfi ađ sćkja sérstaklega um gjafsókn til dómsmálaráđuneytisins, sem leita ţarf umsagnar gjafsóknarnefndar áđur en gjafsókn er veitt. Ţađ ţykir óţarfa umstang fyrir ađila ađ ţurfa ađ snúa sér til dómsmálaráđuneytisins međ beiđni um gjafsókn. Orđalag greinarinnar er međ sama sniđi og 17. gr. lögrćđislaga, en málskostnađur greiđist úr ríkissjóđi í málum sem rekin eru á grundvelli lögrćđislaga án ţess ađ gjafsókn hafi veriđ veitt.
í efnisyfirlit ^

Hvernig er sótt um gjafsókn?

Umsókn um gjafsókn skal senda dómsmálaráđuneytinu. Umsókn skal vera skrifleg og í fjórum eintökum. Umsókn skal leggja fram nćgjanlega tímanlega fyrir ađalmeđferđ máls. Ráđuneytiđ framsendir umsókn síđan til gjafsóknarnefndar Hún verđur ţví ađeins veitt ađ nefndin mćli međ ţví. Afgreiđslutími umsókna er almennt 1-2 mánuđir.
í efnisyfirlit ^

Hvađ á ađ koma fram í umsókn?

Í umsókn um gjafsókn skal koma fram fullt nafn, kennitala, stađa og heimilisfang umsćkjanda og gagnađila. Einnig skal upplýst fyrir hvađa dómi máliđ er eđa verđur rekiđ og hvađa lögmađur fari međ ţađ fyrir umsćkjanda.

Umsókn skal vera ítarlega rökstudd og ţar skal međal annars fjallađ um:

 1. helstu málsatvik, málsástćđur og lagarök,
 2. hvort nćgilegt tilefni sé til málshöfđunar eđa málsvarnar,
 3. fjölskylduhagi umsćkjanda, framfćrslubyrđi og hvort efnahag hans sé ţannig komiđ ađ kostnađur viđ rekstur dómsmáls verđi honum fyrirsjáanlega ofviđa,
 4. hvort úrlausn máls hafi almenna ţýđingu eđa varđi verulega miklu fyrir atvinnu, félagslega stöđu eđa ađra einkahagi umsćkjanda.
 5. hver sé áfallinn málskostnađur og hver vćntanlegur málskostnađur verđi, ţar međ talinn kostnađur viđ öflun matsgerđa og annarra sönnunargagna.
 6. á hvađa gjafsóknarheimild umsókn er reist.

Ţegar gjafsókn er lögbundin ţarf ađeins ađ greina í umsókn ţau atriđi sem getur í 1. og 6. liđ.
í efnisyfirlit ^

Hvađa gögn eiga ađ fylgja umsókn?

Međ umsókn um gjafsókn skal fylgja:

 1. helstu málsskjöl,
 2. stađfest ljósrit skattframtala umsćkjanda og maka eđa sambúđarmanns nćstliđin tvö ár,
 3. gögn um tekjur umsćkjanda og maka eđa sambúđarmanns á ţví tímabili sem liđiđ er frá síđasta skattframtali,
 4. önnur gögn sem ţýđingu hafa, svo sem gögn um vćntanlega kröfugerđ, málskostnađ og afstöđu gagnađila.

Ţegar gjafsókn er lögbundin skal ađeins láta fylgja međ ţau gögn sem rakin eru í 1. og 4. liđ.
í efnisyfirlit ^

Sjá nánar: Reglugerđ um starfshćtti gjafsóknarnefndar

 

Stjórnborđ

Stćkka leturMinnka leturHamur fyrir sjónskerta og lesblindaSenda ţessa síđuPrenta ţessa síđuVeftré

 

Viđburđir

 «Desember 2017» 
sunmánţrimiđfimföslau
     12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31      

Alţingi
Umbođsmađur Alţingis
Stjórnarráđ
Stjórnartíđindi / Lögbirtingablađ


Lögmannalistinn

Finna lögmann:

- eftir stađsetningu:
- eftir tungumáli:
- eftir landshluta:
Smelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđi

Lögmannablađiđ