Beint á leiđarkerfi vefsins

Lögmannavaktin - ókeypis lögfrćđráđgjöf

  • Lögmannavaktin er ókeypis lögfræðiráðgjöf fyrir almenning. 

  • Ţjónustan er veitt alla þriðjudagseftirmiðdaga yfir vetrartímann, frá september til júní.

  • Panta verður tíma á Lögmannavaktina, í síma 568 5620.  

  • Íbúar höfuðborgarsvæðisins bóka tíma á skrifstofu félagsins en hringt er í íbúa landsbyggðar.

Ef það hentar ekki bendum við á:

  

Lögfræðiaðstoð Orators

Laganemar við Háskóla Íslands bjóða uppá endurgjaldslausa lögfræðiráðgjöf fyrir almenning í síma 551-1012 á fimmtudagskvöldum milli 19:30-22:00. Laganemar sitja fyrir svörum og er lögmaður þeim innan handar. Sjá nánari upplýsingar á Facebook - síðu Orators og á http://www.orator.is/.

  

Lögfræðiþjónusta Lögréttu, Lögfróður,

er með endurgjaldslausa lögfræðiráðgjöf fyrir almenning á miðvikudögum frá 17-19 (að prófatímabilum undanskildum). Þá er einnig hægt að ná í þau í síma í 777-8409 , með email: logfrodur@ru.is  eða Facebook - síðu Lögréttu.

Um lögmannavakt LMFÍ

Lögmannavakt var komið á fót og hún skipulögð af Lögmannafélagi Íslands árið 1993.

Í upphafi var starfsemin í Reykjavík, Akureyri og Hafnarfirði en síðustu ár hefur vaktin eingöngu verið í Reykjavík.

Markmiðið með starfseminni var að mæta vaxandi þörf almennings fyrir upplýsingar um réttarstöðu sína í nútímaþjóðfélagi. Líta má á þessa starfsemi að nokkru leyti sem framlag lögmannastéttarinnar til skuldbindinga íslenska ríkisins samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum, sbr. t.d. yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um grundvallaratriði um hlutverk lögmanna (United Nations Basic Principles on the Role of Lawyers).

Erlendis má víða finna sambærileg fyrirbæri og Lögmannavaktin er. Hérlendis hafa ýmsir aðilar í langan tíma veitt almenningi ókeypis lögfræðiaðstoð, t.d. Mæðrastyrksnefnd. Í mörgum tilvikum er aðstoðin veitt vegna ákveðinna tengsla þess sem aðstoðina veitir og þess sem hennar leitar. Má hér t.d. nefna ýmis stéttarfélög. Þá hefur Félag laganema Orator, um árabil veitt almenningi ókeypis lögfræðiaðstoð með símaþjónustu.

Samkvæmt íslenskum lögum er opinber réttaraðstoð veitt við rekstur mála fyrir íslenskum dómstólum (gjafsóknarheimildir), að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Krækja í reglugerð um réttarfar Dómsmálaráðuneyti.

Með lögmannavaktinni gefst almenningi nú kostur á að mæta á tilteknum stað og tíma og ræða vandamál sín og fá lögfræðilega ráðgjöf hjá starfandi lögmanni. Þeir sem búa úti á landi geta gefið upp símanúmer sem hringt er í á tilteknum tíma.


Stjórnborđ

Stćkka leturMinnka leturHamur fyrir sjónskerta og lesblindaSenda ţessa síđuPrenta ţessa síđuVeftré

 

Viđburđir

 «Janúar 2018» 
sunmánţrimiđfimföslau
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031   

Alţingi
Umbođsmađur Alţingis
Stjórnarráđ
Stjórnartíđindi / Lögbirtingablađ


Lögmannalistinn

Finna lögmann:

- eftir stađsetningu:
- eftir tungumáli:
- eftir landshluta:
Smelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđi

Lögmannablađiđ