Framundan

Hvaða leiðir eru tækar til að fá enduskoðun ákvarðana um ráðningar hjá ríki og sveitarfélögum?

Ætlað lögfræðingum sem koma að undirbúningi og ákvörðun um ráðningu í opinbert starf og öðrum ákvörðunum í starfsmannamálum.  

Nánari upplýsingar og skráning

Hlutverk lögmanna í barnaverndarmálum

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni

Nánari upplýsingar og skráning

Lögmenn og peningaþvættislöggjöfin

Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig lögmönnum ber í störfum sínum og rekstri að tryggja að farið sé að ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka, nr. 140/2018.

Nánari upplýsingar og skráning

Úrlausn ágreiningsmála fyrir gerðardómi

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu meginreglur á sviði gerðardómsréttar og mismunandi tegundir gerðarmeðferðar. Þá verður farið yfir atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar kemur að samningsgerð og með hvaða hætti og að hverju skuli gætt þegar mælt er fyrir um úrlausn ágreinings fyrir gerðardómi í samningum.

Nánari upplýsingar og skráning

Megindrættir Evrópsks orkuréttar

Námskeið um þriðja orkupakkann og þann fjórða.

Nánari upplýsingar og skráning

Haustlitaferð í Þórsmörk. Stefnt er að því að fara 19. október

Missið ekki af ferð í Þórsmörk í haustbúningi.

Nánari upplýsingar og skráning

Árangursrík samskipti við fjölmiðla

Námskeið sem fjallar um að eiga góð samskipti við fjölmiðla og koma fram í fjölmiðlum af fagmennsku og öryggi. Farið verður yfir hvaða kröfur á að gera til fjölmiðla fyrir viðtöl, svo sem varðandi undirbúning, og hvaða kröfur viðmælandi á að gera til sín svo hann nýti tækifærið til að koma sjónarmiðum á framfæri sem best - komist að kjarna málsins í stuttu og hnitmiðuðu máli.

Nánari upplýsingar og skráning

Dómar EFTA- og Evrópudómstólanna um neytendavernd og óréttmæta samningsskilmála

Á námskeiðinu verður farið sérstaklega yfir nýlega dómaþróun hjá EFTA-dómstólnum og Evrópudómstólnum í tengslum við túlkun helstu tilskipana um neytendavernd  og óréttmæta skilmála í neytendasamningum.  Á námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á dóma sem tengjast samningum fjármálastofnana og neytenda og hvaða kröfur tilskipanirnar gera til innlendra dómstóla.

Nánari upplýsingar og skráning

Endurskoðun dómstóla á matskenndum ákvörðunum stjórnvalda

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði í tengslum við endurskoðun dómstóla á matskenndum stjórnvaldsákvörðunum og þær efnisreglur sem mest reynir á í slíkum málum. Farið verður yfir nýlega dómaframkvæmd Hæstaréttar með sérstakri áherslu á ákvarðanir um skipun og ráðningu starfsmanna og embættismanna.

Nánari upplýsingar og skráning

Drafting and Negotiating International Contracts

The course provides for a comprehensive overview of the legal considerations one must make when dealing with the drafting and negotiation process of international contracts. The differences between the major legal systems are outlined and comparisons are made on a country-by-country level. Furthermore, the course both provides for a better understanding of the overall structure of an International Contract and gives the participants an overview of the main clauses used. Finally, the course makes the participants more familiar with terminology used in International Contracts.

Nánari upplýsingar og skráning