Framundan

Námskeið á Akureyri um ábyrgðartryggingar

Á námskeiðinu verður fjallað ítarlega um ábyrgðartryggingar, sem er sú tegund vátrygginga, sem mesta þýðingu hefur í starfi flestra lögmanna. 

Nánari upplýsingar og skráning

Microsoft Teams

Innan Office 365 er forritið Teams sem tók heldur betur flugið á tímum Covid 19 vegna fjarfundarbúnaðar í forritinu. En Teams er svo miklu meira en það. Farið verður yfir hvernig lögmenn geta nýtt sér Teams í störfum sínum þar sem umræða, efni og gögn eru á sama stað. Hvernig er hægt að vinna saman í skjölum, nýta fjarfundarbúnað og spjallrás og hvaða smáforrit eru gagnleg fyrir lögmenn? Hvernig á að búa til hópa og rásir, mun á opnum og lokuðum hópum. Þá verður fjallað um upplýsingaöryggi í Teams.

Nánari upplýsingar og skráning

Öflun matsgerða í héraði og fyrir Landsrétti í einkamálum

Á námskeiðinu verður fjallað um öflun matsgerða í einkamálum fyrir málshöfðun í héraði, meðan á málshöfðun stendur og á milli dómstiga eftir að héraðsdómur hefur verið kveðinn upp. Fjallað verður almennt um ýmsar tegundir matsgerða, skilyrði fyrir öflun undirmatsgerðar, endurmats og yfirmatsgerðar og hvers kyns matsspurningar eru leyfðar. Þá verður fjallað um sjálfa dómkvaðninguna matsmanna, val á matsmönnum, matsfundi og matsgerðirnar sjálfar. Einnig verður fjallað um hvernig niðurstöðum matsgerða verður helst hnekkt. Reifaðir verða ýmsir dómar um matsgerðir, þ. á m. um heimild til dómkvaðningar matsmanna, ágalla á matsgerðum, og um sönnunargildi matsgerða í samanburði við sönnunargildi annarra sönnunargagna.

Nánari upplýsingar og skráning

Skiptastjórn þrotabúa – 6. og 13. okt.

Fjallað verður starf og meginskyldur skiptastjóra frá skipun til skiptaloka. Lögð verður áhersla á þau praktísku álitaefni sem koma upp við skipti þrotabúa, meðferð og ráðstöfun veðsettra og óveðsettra eigna  og aðkomu kröfuhafa að málefnum þrotabús.  Þá verður fjallað um meðferð krafna og ágreiningsmála,  riftun ráðstafana, úthlutun og lok gjaldþrotaskipta.

Nánari upplýsingar og skráning

SKRÁNING Á LAGADAGINN 2020

Lagadagurinn verður haldinn í Hörpu föstudaginn 9. október 2020. 

Nánari upplýsingar og skráning

Hvernig geta lögmenn nýtt iPad í störfum sínum?

Stutt og hnitmiðað námskeið þar sem lögmönnum er kennt að nýta sér iPad í störfum sínum og hvíla þannig prentara og minnka pappírssóun. Kynnt verða fjölmörg smáforrit sem hentug eru við yfirlestur, skriftir, utanumhald dómskjala, fundahöld og skipulagningu auk þess sem farið yfir helstu möguleika þeirra.

Nánari upplýsingar og skráning

Nýtt regluverk á verðbréfamarkaði

Í vor voru innleidd lög ESB frá Alþingi um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði nr. 14/2020, lög um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga 7/2020, rekstraraðila sérhæfðra sjóða nr. 45/2020. Farið verður yfir helstu nýmæli laganna auk þess sem fjallað verður um  helstu breytingar sem fyrirsjáanlegt er að muni leiða af innleiðingu MIFID II, MiFIR og MAR reglugerðanna, sem tekið hafa gildi í aðildarríkjum Evrópusambandsins og fyrir liggur að muni verða teknar upp í íslenskan rétt vegna aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.   

 

Nánari upplýsingar og skráning

Námskeið fyrir matsmenn - 21. og 22. október 2020

Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu og uppsetningu matsgerða, undirbúning matsfunda og störf á vettvangi. Í lok síðari námskeiðsdags verður farið í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem nánar er upplýst um samskipti dómkvaddra matsmanna við dómstólana.

Nánari upplýsingar og skráning

Veiðiréttur: Bæði fugl og fiskur

Fjallað verður um rétt til veiða á fugli og fiski á eignarlöndum og í þjóðlendum. Annars vegar mun yfirferðin beinast að löggjöf um veiði og nytjar ferskvatnsfiska þar sem lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði verða í forgrunni. Vikið verður að nýlegum dómum á þessu réttarsviði, m.a. um svonefnt aðskilnaðarbann sem nú má finna í 9. gr. núgildandi laga. Þá verður einnig vikið að öðrum þýðingarmiklum atriðum, eins og t.d. skylduaðild að veiðifélögum og fyrirkomulagi þeirra. Hins vegar verður sjónum beint að reglum um veiði og nytjar fugla og spendýra en á því sviði rísa t.d. iðulega álitaefni í aðdraganda rjúpnaveiðitíma, sem hefst 1. nóvember, um það hvar heimilt sé að stunda veiðar.   

Námskeiðið er hluti af námskeiðslínu í eignarétti 

Nánari upplýsingar og skráning

Þríleikur: Kaup og sala fyrirtækja

Farið verður yfir aðdraganda og undirbúning við kaup og sölu fyrirtækja sem og helstu skjöl sem útbúin eru og nýtt í tengslum við slík kaup. Þá verður einnig farið yfir uppbyggingu kaupsamninga um hlutabréf, og samspil helstu ákvæða þeirra, en áhersla verður lögð á þau atriði sem oftast valda ágreiningi við samningsgerð eða eftir undirritun kaupsamnings. Í lokin verður farið yfir helstu leiðir samningsaðila til að minnka líkur á að ágreiningur komi upp eftir undirritun samnings eða afhendingu hlutafjárins, ásamt aðferðum aðila til leiðréttingar kaupverðs eftir afhendingu.  

Nánari upplýsingar og skráning