Framundan

Starfsábyrgðartryggingar lögmanna

Á námskeiðinu verður fjallað um skaðabótaábyrgð lögmanna og starfsábyrgðartryggingu þeirra. Hvenær hafa lögmenn verið dæmdir bótaskyldir? Hvað ber helst að varast? Í hvaða tilfellum er oftast verið að sækja í starfsábyrgðartryggingar lögmanna?

Nánari upplýsingar og skráning

Gerð lögfræðilegra álitsgerða

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði sem lögmenn þurfa að hafa í huga við gerð lögfræðilegra álitsgerða, eins og uppbyggingu og aðferðafræði. Einnig verður fjallað um algeng mistök sem gerð eru við samningu lögfræðilegra álitsgerða.

Nánari upplýsingar og skráning

Ný tilskipun um greiðsluþjónustu PSD2 og möguleikarnir í opnu bankakerfi

Kynning á PSD2, tilskipun Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu nr. 2015/2366. Fjallað verður stuttlega um almennt inntak PSD2 tilskipunarinnar og þróun á rafrænni greiðsluþjónustu. Farið verður yfir skyldur og kvaðir sem löggjöfin mun setja á banka og fjármálastofnanir um að opna á upplýsingar um viðskiptavini sína. Fjallað verður um helstu þjónustur sem nýir greiðsluþjónustuaðilar geta veitt á grundvelli laganna og hvernig fjártæknifyrirtæki (Fintech) munu geta nýtt sér ákvæði í löggjöfinni.?

Nánari upplýsingar og skráning

Fyrning kröfuréttinda

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Lagastofnun Háskóla Íslands. Farið verður yfir lög nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda en með lögunum urðu nokkrar breytingar frá eldra rétti. Áhersla verður lögð á megineinkenni fyrningarlaga, fyrningarfresti mismunandi kröfuréttinda, upphafstíma fyrningarfrests og hvernig fyrningu verði slitið. Þá verður fjallað um viðbótarfrest sem var nýmæli við setningu fyrningarlaga. Eins verða tekin fyrir fræðileg álitaefni sem reynt hefur á í framkvæmd eða líklegt er að kunni að reyna á. Námskeiðið er hugsað fyrir lögfræðinga og starfsfólk innheimtufyrirtækja.

Nánari upplýsingar og skráning