Ábyrgðartryggingar
23.9.2020

Á námskeiðinu verður fjallað ítarlega um ábyrgðartryggingar, sem er sú tegund vátrygginga, sem mesta þýðingu hefur í starfi flestra lögmanna. Fyrst verður fjallað með almennum hætti um ábyrgðartryggingar, eðli þeirra og tilgang. Rakið verður efni laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga að því leyti sem það snertir ábyrgðartryggingar og sérstaklega fjallað um reglu 44. gr. laganna um beina kröfu tjónþola gegn vátryggingarfélagi og hvað í henni felst.

Þá verður fjallað um einstakar tegundir ábyrgðartrygginga, sem eru fjölmargar, og byrjað á lögmæltum ökutækjatryggingum, þ.e. ábyrgðartryggingu samkvæmt umferðarlögum, en svo að starfsábyrgðartryggingum. Fjallað verður um eðli starfsábyrgðartrygginga, einkum gildissvið þeirra og hvers konar tjóni er vátryggt gegn, þ.e. annað hvort almennu fjártjóni eða annars konar tjóni. Þá verður sérstaklega gerð grein fyrir ýmsum starfsábyrgðartryggingum sem sérstaka þýðingu hafa t.d. starfsábyrgðartryggingar lögmanna, byggingarstjóra og fleira.

Ennfremur verður fjallað um stjórnendaábyrgðartryggingar, sem nú ryðja sér til rúms, eðli þeirra og nokkra dóma, sem gengið hafa vegna þeirra.

Loks verður fjallað um tengsl ábyrgðartrygginga og skaðabótaréttar, eins og þessi tengsl birtast í II. kafla skaðabótalaga nr. 50/1993. Þessi tengsl valda því að við ákveðin skilyrði getur skaðabótaábyrgð fallið niður. Hér skiptir miklu hvort tjóni er valdið af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi, eða einungis af almennu gáleysi.

Námskeiðið mun standa í tvo daga, þrjá tíma í senn og hámarksfjöldi þátttakenda er 20.  Námskeiðið er einnig haldið á Akureyri strax að loknu þessu námskeiði eða 8. og 9. maí, sjá auglýsingu þar um.

Kennari   Viðar Már Matthíasson fyrrverandi hæstaréttardómari

Staður      Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími         Alls 6 klst (2x 3). Miðvikudagur 23. sept. og fimmtudagur 24.sept kl. 15:00-18:00

Verð         Kr. 47.000.-  30% afsláttur af námskeiðsgjaldi fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ. 

Fullt er orðið á námskeiðið en skráning á biðlista stendur yfir. 

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina