Árangursrík samskipti við fjölmiðla
21.2.2019

Námskeið sem fjallar um að eiga góð samskipti við fjölmiðla og koma fram í fjölmiðlum af fagmennsku og öryggi. Farið verður yfir hvaða kröfur á að gera til fjölmiðla fyrir viðtöl, svo sem varðandi undirbúning, og hvaða kröfur viðmælandi á að gera til sín svo hann nýti tækifærið til að koma sjónarmiðum á framfæri sem best - komist að kjarna málsins í stuttu og hnitmiðuðu máli.

Kennari á námskeiðinu er Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari. Sirrý á að baki 30 ára farsælan fjölmiðlaferil. Hún kennir  ,,Fjölmiðlafærni” við Háskólann á Bifröst og hefur undanfarin ár þjálfað ráðherra, kennara, stjórnendur opinberra stofnana og fjölmargar stéttir í öruggri tjáningu og samskiptum við fjölmiðla. Er höfundur nokkurra bóka m.a. ,,Örugg tjáning – betri samskipti“.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópverkefnum.

Kennari:          Sirrý Arnardóttir

Staður            Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                Alls 3,5-4 klst. Fimmtudaginn 21. febrúar kl. 15- 19

Verð                27.000, 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

Skráning

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina

Skráning