Eignarnám frá A til Ö - ný dagsetning
8.11.2021

Það er kunnara en frá þurfi að segja að eignarrétturinn er meðal þýðingarmestu réttinda sem varin eru af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þó svo að eignarnám sé ekki nefnt á nafn í stjórnarskránni er ekki um það ágreiningur að með 2. og 3. málslið 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár er eignaskerðingum af þeim toga settar skorður og á þeim grundvelli er öll réttarframkvæmd um eignarnám reist.

Á haustmánuðum kemur út ritið Eignarnám eftir þau Karl Axelsson hæstaréttardómara og dósent og Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdómara sem er afrakstur áralangra rannsókna þeirra á eignarnámsframkvæmd til ársloka 2020.

Á námskeiðinu verður farið yfir eignarnámsframkvæmd í þrengri merkingu eða þegar maður eða lögaðili er sviptur eignarréttindum sínum á grundvelli sérstakrar lagaheimildar þar að lútandi í þágu almannahagsmuna og gegn greiðslu bóta. Fjallað verður ítarlega um ferlið allt frá fyrsta undirbúningi þeirrar framkvæmdar, sem eignarnámið kann síðar að helgast af, til og með umráðatöku eignarnuminnar eignar í lok ferilsins. Verða þá þrír þættir í forgrunni. Í fyrsta lagi eignarnámsákvörðunin sjálf. Í öðru lagi aðdragandi og umgjörð eignarnáms frá hugmynd til veruleika og í þriðja lagi verður fjallað um fjárhæð eignarnámsbóta og ákvörðun þeirra.

Leitast verður við að greina efnið með praktískum hætti, bæði frá sjónarhóli eignarnema og eignarnámsþola, þannig að það geti nýst lögmönnum í störfum þeirra.

Kennarar             Karl Axelsson hæstaréttardómari og Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari.

Staður                  Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                      Alls 8 klst. (2x4). Mánudagur 8. nóvember  kl. 13.00-17.00 og föstudagur 12. nóvember kl. 9.00-13:00.

Verð                      kr. 66.000,- (kr. 6.600 í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 19.800,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ.)

Skráning

gata, póstnr. og staður