Ertu með ábendingar um námskeið á vorönn?
27.11.2018

Lögmannafélag Íslands stendur fyrir fræðslu- og endurmenntunarnámskeiðum í því skyni að auka hagnýta og fræðilega þekkingu lögmanna á hinum ýmsu sviðum lögfræðinnar. Sérstök fræðslunefnd er til ráðuneytis um námskeið og starfar í umboði  stjórnar LMFÍ.

Ábendingar um námskeið sendist til starfsmanns félagsdeildar Marínar G. Hrafnsdóttir, á marin@lmfi.is