Fjöleignarhúsalögin – reglur og framkvæmd
23.3.2021

Á þessu tveggja eftirmiðdaga námskeiði verður fjallað um fjöleignarhúsaformið frá hinum ýmsu hliðum með  fjöleignarhúsalögin nr. 26/1994 í forgrunni. Við sögu koma ófrávíkjanleiki laganna, hugtakið hús og hið sérstaka fasteignarhugtak. Ítarleg grein verður gerð fyrir stöðu húsfélags að lögum og hvað felist í skylduaðild að því. Þá verður fjallað um skiptinguna í séreign, sameign og sameign sumra og þýðingu hlutfallstölu og eignaskiptayfirlýsinga. Ennfremur verður fjallað um svigrúm einstakra eigenda til athafna, hvort sem er í sameign eða séreign. Þess verður jafnframt freistað að draga upp sem gleggsta mynd af því sígilda álitaefni hvað sé sameiginlegur kostnaður og hvernig hann skiptist. Loks verður fjallað um það hvaða reglur gilda um ábyrgð húsfélags og einstakra eigenda og hina sérstæðu reglu 55. gr. laganna um búsetubann og söluskyldu. Til hliðsjónar verða dómar Hæstaréttar og einstök álit kærunefndar húsamála.

Umsjón   Karl Axelsson hæstaréttardómari og dósent og Víðir Smári Petersen lögmaður og lektor.

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími         Alls 6 klst. (2x3) Þriðjudagarnir 23.  mars og 6. apríl  kl. 15:00-18:00 (ath. ný dagsetning)

Verð        kr. 49.000,- (kr. 4.900 í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 14.700,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ.)

Athugið  kr. 3.000,- aukaafsláttur fyrir þá sem sóttu námskeiðið Með Vatnsenda í forgrunni: Um beinan og óbeinan eignarétt sem haldið er/var í janúar.

Skráning

gata, póstnr. og staður