Flatskalli, fuglsbringa og maður á hesti - Merki fasteigna utan skipulagðra þéttbýlissvæða 24. nóv
24.11.2020

Reglur um merki fasteigna verða efni þessa námskeiðs þar sem farið verður yfir náttúruleg og manngerð landamerki utan þéttbýlissvæða og úrlausn deilumála þar um. Landamerkjalögin frá 1919 eru um sumt barn síns tíma en þó í fullu gildi. Heimildir um merki fasteigna utan þéttbýlissvæða sækjum við m.a. til náttúrunnar, í aldagamlar landamerkjalýsingar, sem sumar hafa reynst æði forgengilegar, og í öðrum tilvikum í hnitsetta uppdrætti eða loftmyndir sem gerðar eru á grundvelli tækni okkar tíma. Það er ekki tilviljun að landamerkjamál hafa stundum verið talin til þjóðaríþrótta Íslendinga. Hvernig rekum við slík mál fyrir dómi? Hvaða kröfur verða gerðar til framtíðar litið um merkjasetningu þessara fasteigna? 

Umsjón   Karl Axelsson hæstaréttardómari og dósent og Víðir Smári Petersen lögmaður og lektor.  

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. 

Tími         Alls 3 klst. Þriðjudagur 24. nóvember kl. 16:00-19:00 

Mismunandi verð er á námskeiðslínu í eignarétti eftir því hversu mörg eru sótt: 

  • Eitt námskeið: Kr. 33.000,- (kr. 3.300,- í afslátt fyrir félaga LMFÍ og LÍ og kr. 8.300,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ) 
  • Tvö námskeið: Kr. 63.000,- (kr. 6.300,- í afslátt fyrir félaga LMFÍ og LÍ og kr. 15.750,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ) 
  • Þrjú námskeiðKr. 90.000,- (kr. 9.000,- í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 22.500,- í afslátt fyrir aðild  félagsdeild LMFÍ)  

Skráning hér: 
gata, póstnr. og staður