Flugréttur - rekstrarleigusamningar um loftför
19.10.2021

Námskeiðið er á sviði hins sérstaka hluta samninga- og kröfuréttar. Fjallað verður um rekstrarleigusamninga sem sérstakt form fjármögnunar loftfara, samanburð við aðra valkosti fjármögnunar og um meginefni samninga um rekstrarleigu á loftförum.  Einkum verður horft til skyldna sem hvíla á leigutaka hvað varðar loftfarið, rekstur þess og viðhald, úrræði leigusala til að tryggja réttar efndir og hagsmuni sína tengda loftfarinu og réttarúrræði vegna vanefnda. Farið verður yfir raunhæf dæmi um hvað það er sem einkum reynir á í framkvæmd og dómsúrlausnir á þessu sviði.

Kennari   Erlendur Gíslason lögmaður hjá LOGOS.

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími         Alls 2 klst. Þriðjudagur 19. október 2021  kl. 16.00-18.00.

Verð        Kr. 22.000,- ( Kr. 2.200,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 6.000,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ)

Skráning hér:

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á