Fyrning kröfuréttinda
9.3.2020

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Lagastofnun Háskóla Íslands. Farið verður yfir lög nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda en með lögunum urðu nokkrar breytingar frá eldra rétti. Áhersla verður lögð á megineinkenni fyrningarlaga, fyrningarfresti mismunandi kröfuréttinda, upphafstíma fyrningarfrests og hvernig fyrningu verði slitið. Þá verður fjallað um viðbótarfrest sem var nýmæli við setningu fyrningarlaga. Eins verða tekin fyrir fræðileg álitaefni sem reynt hefur á í framkvæmd eða líklegt er að kunni að reyna á. Námskeiðið er hugsað fyrir lögfræðinga og starfsfólk innheimtufyrirtækja.

Kennari:          Eyvindur G. Gunnarsson prófessor

Staður:            Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími:               Alls 3 klst. Mánudagur 9. mars 2020, kl. 16-19

Verð                Kr. 27.000.  30% afsláttur af námskeiðsgjaldi fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ. 

Skráning hér

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina