Gallar í fasteignakaupum – 29. september 2022
29.9.2022

Með lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 var gallahugtakinu í fasteignakaupum breytt. Þá voru settar fram reglur um upplýsingaskyldu seljanda og skoðunarskyldu kaupanda. Á námskeiðinu verða þessar breytingar rifjaðar upp og farið yfir dóma sem fallið hafa frá setningu laganna og varða gallahugtakið, upplýsinga- og skoðunarskyldu. Jafnframt verður fjallað um hvernig staða kaupanda er jöfnuð í öðrum reglum laganna og vikið að ábyrgð annarra en seljanda.

Kennari             Ívar Pálsson lögmaður á Landslögum.

Staður               Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                   Alls 3 klst. Fimmtudagur 29. september 2022  kl. 13.00-16.00.

Verð                  kr. 33.000,- (kr. 3.300,- í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 8.250,- í afslátt fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ).

Skráning:


gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á