Gönguferð félagsdeildar LMFÍ laugardaginn 14. ágúst 2021: Grænihryggur
14.8.2021

Félagsdeild LMFÍ stendur fyrir göngu á Grænahrygg laugardaginn 14. ágúst 2021 fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra.

Lagt verður af stað frá Reykjavík kl. 7.00 á eigin jeppum og slyddujeppum (sem duga) og hist í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum kl. 9.00. Svo ökum við saman að Kirkjufelli við Kýlingavatn nærri Landmannalaugum þar sem við hefjum gönguna. Reikna má með að við leggjum af stað aftur heim kl. 18.00 svo taka verður nesti fyrir daginn. Gangan er um 15 km löng og tekur um 7-8 klukkustundir. Gengið verður inn og uppúr Halldórsgili og síðan niður í Jökulgilið en vaða þarf Jökulgilskvísina a.m.k. fjórum sinnum áður en komið er að hinum stórkostlega Grænahrygg. Því þarf að taka með íþróttaskó sem mega blotna til að ganga í síðustu kílómetrana þegar jökulkvíslarnar eru þveraðar.

Athugið að gangan er krefjandi þar sem vaða þarf ár (sem geta verið djúpar) og ganga stórgrýtt jökulgil. Því er gerð sú krafa til þátttakenda að þeir séu í góðu gönguformi. Gott viðmið er að geta gengið upp að Steini á Esju á einni klukkustund.

Fararstjóri verður Helgi Jóhannesson lögmaður og fjallagarpur.

Kostnaður kr. 12.000,- fyrir félagsmenn félagsdeildar og fjölskyldur en kr. 18.000,- fyrir aðra.

 Grænihryggur map.jpg

Skráning hér:

gata, póstnr. og staður