Gönguferð félagsdeildar LMFÍ laugardaginn 14. ágúst 2021: Grænihryggur
14.8.2021

Félagsdeild LMFÍ stendur fyrir göngu á Grænahrygg laugardaginn 14. ágúst 2021 fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra.

Lagt verður af stað frá Reykjavík kl. 7.00 að morgni á eigin jeppum að Kirkjufelli við Kýlingavatn nærri Landmannalaugum. Þeim sem ráða ekki yfir slíkum bílakosti verður reynt að útvega far. Gangan sjálf er um 15 km og tekur um 6-8 klukkustundir.

Gangan

Gengið verður inn og uppúr Halldórsgili og síðan niður í Jökulgilið en vaða þarf Jökulgilskvísina a.m.k. fjórum sinnum áður en komið er að hinum stórkostlega Grænahrygg. Best er að taka létta gönguskó, t.d. íþróttaskó sem mega blotna, til að ganga í síðustu kílómetrana þegar jökulkvíslarnar eru þveraðar. Sama leið er gengin til baka að bílunum.

Gangan er krefjandi og gerð er sú krafa til þátttakenda að þeir séu í góðu gönguformi. Gott viðmið er að geta gengið upp að Steini á Esju á einni klukkustund.

 Grænihryggur map.jpg

Um Grænahrygg

Grænihryggur er við Hrygginn milli gilja, Sveinsgils og Jökulsgils á Torfajökulssvæðinu. Í Landmannalaugum er mikil litadýrð í líparítinu en í miðju landslaginu er þessi fagurgræni hryggur úr allt öðru efni.

Bergið í Grænagili og Grænahrygg er gosmöl, túff, og græni liturinn stafar af tvígildu járni sem er í glerinu. Þetta kísilríka gler er í þunnsneið litlaust (eins og hrafntinna) en grænt þegar það er þykkara. (þetta var einfaldari útgáfan, hin flóknari er á Vísindavefnum, sjá hér: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=72571)

Kostnaður kr. 12.000,- fyrir félagsmenn félagsdeildar og fjölskyldur en kr. 18.000,- fyrir aðra.

Skráning hér:

gata, póstnr. og staður