Grennd – ólögfestar reglur íslensks réttar um grennd
28.10.2021

Í íslenskum rétti gilda á sviði einkaréttarins ólögfestur reglur, svokallaðar grenndarreglur, sem setja eignarráðum fasteignareiganda skorður af tilliti til nálægra fasteigna og þeirra sem þar dvelja. Þýðing þessara reglna hefur aukist verulega með tilkomu aukins þéttbýlis, og ekki síst á síðastliðnum áratugum, í ljósi þess að mun fleiri búa nú í fjöleignarhúsum en áður. Í slíku sambýli er sérstök þörf á því að eigendur fasteigna sýni hverjum öðrum tillitssemi.

Á námskeiðinu verður fjallað um þær takmarkanir á eignarráðum fasteigna sem felast í ólögfestum reglur íslensks réttar um grennd. Fjallað verður um samspil reglnanna við reglur opinbers réttar, t.d. í tilviki leyfisveitinga og skipulagsmála. Þá verður vikið ítarlega að mörkum leyfilegra og óleyfilegra athafna, þ.e. þeirri spurningu verður svarað að hvaða leyti þarf að þola óþægindi í nábýli. Loks verður vikið að þeim úrræðum sem standa aðilum til boða þegar nágrannar hafa brotið gegn grenndarreglum.

 

Umsjón   Karl Axelsson hæstaréttardómari og prófessor og Víðir Smári Petersen lögmaður og dósent.

Staður     Fundarsalur Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23, 3. hæð. 108 Reykjavík. 

Tími         Alls 3 klst. Fimmtudagur 28. október  kl. 13:00-16:00

Verð        kr. 33.000,- (kr. 3.300 í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 9.000,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ.)

Athugið  kr. 3.000,- aukaafsláttur fyrir þá sem sækja námskeiðið Auðlindanýting samkvæmt auðlindalögum 18. nóv.

Skráning:

[macroErrorLoadingPartialView]