Hluthafasamningar
12.10.2021

Meginhluti fjármagns í heiminum er í höndum hlutafélaga. Völd og ábyrgð hlutafélaga eru því mikil. Hluthafasamningar geta gegnt veigamiklu hlutverki við stjórnun hlutafélaga og í samskiptum hluthafa sín á milli. Fjallað verður um hluthafasamninga, eðli þeirra, tilgang, efni og réttaráhrif, svo og möguleg vanefndaúrræði aðila. Er einhver greinarmunur á samþykktum og hluthafasamningum og þá hver? Hverjir gera hluthafasamninga og hvers vegna? Hvaða reglur gilda um túlkun slíkra samninga og hverjir teljast skuldbundnir af þeim? Hvert er gildi slíks samnings gagnvart félaginu sem samingurinn varðar? Hvert er efni hluthafasamninga og til hvaða úrræða geta aðilar slíkra samninga gripið vegna vanefnda gagnaðila? Gilda einhver sérsjónarmið um hluthafasamninga ef félagið sem þeir varða er skráð á markaði? Leitað verður svara við þessum spurningum og fleirum, auk þess sem farið verður yfir einstök samningsákvæði hluthafasamninga, svo og dómaframkvæmd á liðnum árum.  

Kennari   Jóhannes Rúnar Jóhannsson héraðsdómari.

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími         Alls 4 klst. Þriðjudagur 12. október 2021  kl. 13.00-17.00.

Verð         kr. 44.000,- (kr. 4.400,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 11.000,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ)

Skráning:

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á