Hlutverk lögmanna í barnaverndarmálum
9.10.2019

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni

Barnaverndarmál eru oftast mjög vandmeðfarin þar sem fléttast saman viðkvæm staða foreldra og barna og almennar og sértækar stjórnsýslu- og málsmeðferðarreglur. Á námskeiðinu verður fjallað um mismunandi hlutverk lögmanna í barnaverndarmálum, ýmist fyrir barnaverndarnefndir, foreldra eða börn. Farið verður yfir vinnslu barnaverndarmála með áherslu á aðkomu lögmanna á hverju stigi.

Kennari:         Hrefna Friðriksdóttir prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands

Staður:           Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími:               Alls 3 klst.  Miðvikudagur 9. október kl. 16- 19

Verð:               27.000, 30% afsláttur af námskeiðsgjaldi fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

Skráning

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina