Lestur og greining ársreikninga
29.1.2019

Á námskeiðinu verður farið yfir uppbyggingu ársreikninga og grunnreglur bókhalds. Kynntar verða aðferðir og tekin raunhæf dæmi við greiningu ársreikninga, þ.m.t. kennitölugreiningu. Farið verður yfir vísbendingar um rekstrarstöðvun og gjaldþrot fyrirtækja og velt vöngum um hvenær beri að segja félag til gjaldþrotaskipta. Enn fremur verður farið yfir mikilvægi áritana stjórnenda og endurskoðenda og ábyrgð þeirra. Að lokum verður farið yfir einn ársreikning íslensks félags.

Eftir námskeiðið ættu þátttakendur að geta lagt mat á fjárhagsstöðu félags út frá reikningum og kennitölugreiningu auk þess að geta beitt öðrum aðferðum við mat á því. Þátttakendur námskeiðsins hafa möguleika á að koma óskum sínum um umfjöllunarefni til kennara í skráningarforminu. 

Kennari         Jón Arnar Baldurs, löggiltur endurskoðandi.

Staður            Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                Alls 6 klst. Þriðjud. 29. janúar og fimmtud. 31. janúar kl. 16:00-19:00.

Verð               kr. 42.000,- 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

Skráning hér

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina