Með Vatnsenda í forgrunni: Um beinan og óbeinan eignarétt
21.1.2021

Á námskeiðinu verður fjallað um samband beins og óbeins eignarréttar. Farið verður yfir bæði jákvæðar og neikvæðar skilgreiningar beins eignarréttar, auk þess sem vikið verður að helstu einkennum óbeinna eignarréttinda, t.d. um stofnunarhætti þeirra, umfang og varanleika. Sjónum verður sérstaklega beint að samspili beins eignarréttar og óbeinna eignarréttinda og vikið að dæmum þar sem handhafi óbeinna eignarréttinda hefur svo víðtæk umráð og afnot eignar að beini eignarrétturinn verður í reynd í aukahlutverki. Til enn frekari skýringar á sambandi beins og óbeins eignarréttar verður fjallað um þá dóma sem hafa gengið um jörðina Vatnsenda í Kópavogi. Þar hefur reynt á margar helstu grundvallarreglur íslensks réttar er varða inntak beins og óbeins eignarréttar og þær heimildir sem hann veitir eiganda. Í þeim dómum birtist munur beinna og óbeinna eignarréttinda og hverra takmarkana beinn eignarréttur að tilteknu verðmæti getur sætt.

Umsjón   Karl Axelsson hæstaréttardómari og dósent og Víðir Smári Petersen lögmaður og lektor.

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími         Alls 3 klst. Fimmtudagur 21. janúar  kl. 15:00-18:00

Verð        kr. 33.000,- (kr. 3.300 í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 9.000,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ.)

Skráning

gata, póstnr. og staður