Næstu hdl. námskeið
1.1.0001

Lögmannafélag Íslands og dómsmálaráðuneytið standa árlega fyrir námskeiðum til öflunar réttinda til að vera hérðasdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004.  Dagsetningar á næsta námskeiði liggja ekki fyrir en yfirleitt er fyrri hluti kenndur undir lok septembermánaðar og í byrjun október og sá síðari í apríl.

Kennslugreinar í fyrri hluta eru: Einkamálaréttarfar, sakamálaréttarfar, fullnusturéttarfar, samning lögfræðilegrar álitsgerðar og lögfræðileg skjalagerð. Kennslu­greinar í síðari hluta eru: Réttindi og skyldur lögmanna, þar á meðal siðareglur lögmanna og þóknun fyrir lögmannsstörf, málflutningur og önnur störf lög­manna, svo sem samningsgerð og meðferð stjórnsýslumála. Í tengslum við nám­skeiðið fer fram kynning á rekstri lögmannsstofa og starfsemi Lögmannafélags Íslands og úrskurðarnefndar lögmanna. Auk kennslu í fyrri og síðari hluta er verklegur hluti, sem felst í aðstoð við flutning eins máls fyrir héraðsdómi.

Dagsetningar næsta námskeiðs verða auglýstar hér á síðunni um leið og þær liggja fyrir.  Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningarkerfi á Lögmannafélags Íslands og skal leggja fram afrit próf­skírteinis eða vottorð háskóla til staðfestingar því að umsækjandi hafi lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi.  Kennslan fer að mestu fram í húsnæði Lögmannafélagsins að Álftamýri 9.