Námskeið fyrir talsmenn umsækjenda um alþjóðlega vernd – 6. september 2022
6.9.2022

Farið verður yfir hlutverk talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd og málsmeðferðarreglur í málum um alþjóðlega vernd. Fjallað verður um tímafresti útlendingalaga og Dyflinnarreglugerðarinnar, muninn á forgangsmeðferð, efnismeðferð, Dyflinnarmál og verndarmál og viðeigandi ákvæði laga um útlendinga og stjórnsýslulaga. Þá verður fjallað stuttlega um helstu ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar, dómaframkvæmd Evrópudómstólsins og Mannréttindadómstóls Evrópu í málefnum flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Að lokum verður fjallað sérstaklega um hlutverk talsmanns fylgdarlausra barna.

Námskeiðið er ætlað lögfræðingum sem starfa eða hyggjast starfa sem talsmenn fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og er markmiðið að veita hagnýtar upplýsingar um málsmeðferð stjórnvalda, hlutverk talsmanna og helstu álitaefni og áskoranir. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Rauða krossinn.

Kennari             Guðríður Lára Þrastardóttir fv. teymisstjóri hjá Rauða krossinum í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Staður               Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                   Alls 3 klst. Þriðjudagur 6. sept. 2022  kl. 13.00-16.00.

Verð                  kr. 33.000,- (kr. 3.300,- í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 8.250,- í afslátt fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ).

Skráning:


gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á