Notkun Excel töflureiknis
14.2.2019

Námskeið fyrir lögmenn og/eða starfsmenn lögmannsstofa þar sem kennd verður uppsetning á skrám og vinnsla með þær, sjálfvirkur útreikningur á fjárhæðum, hvernig hægt er að nota nafnaskrá og töflu til að flýta fyrir bréfaskriftum (sýnt dæmi hvernig Word og Excel vinna saman). Þá verður farið yfir hvernig tafla er færð úr word í excel, orðum skipt upp í dálka og þeir sameinaðir. Eftir því sem tími vinnst til og fólk vill þá verður farið yfir eftirfarandi atriði:

Farið yfir aðferðir varðandi einfalda útreikninga

Möguleikar í afritun texta og talna skoðaðir

Paste Special aðgerðin skoðuð

Farið yfir þá möguleika sem eru varðandi útlit texta og talna

Að nota nokkur innbyggð reikniföll (functions), textaföll og fjármálaföll skoðuð.

Flestir möguleikar hvað varðar röðun og filteringar skoðaðir

Að setja inn Header og Footer

Að þekkja þá möguleika sem eru í boði er varðar útprentun.

Innsýn í veltitöflur (pivot tables)

Að nýta sér það sem View flipinn hefur upp á að bjóða

Að nota fastar tilvísanir og nöfn í formúlur

Þátttakendur geta komið með óskir til kennara í skráningarkerfinu.

 

Kennari         Oddur Sigurðsson sérfræðingur hjá Íslandsbanka.

Staður            Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                Þriðjudagur 14. febrúar kl. 16:00-19:00.

Verð               kr. 20.000,- 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

Skráning hér

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina