Ný lög um viðskiptaleyndarmál
7.10.2021

Á síðasta ári voru samþykkt ný lög um viðskiptaleyndarmál nr. 131/2020. Með lögunum er meðal annars innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/943 um verndun trúnaðarupplýsinga um sérþekkingu og viðskipti eða viðskiptaleyndarmál gegn ólögmætri öflun, notkun og birtingu þeirra. 

Lögin eru fyrstu íslensku heildarlögin um vernd viðskiptaleyndarmála og er markmið þeirra að styrkja réttarvernd viðskiptaleyndarmála, gera handhöfum þeirra auðveldara að leita réttar síns og að einfalda stofnanaumgjörð á sviðinu.

Lögin fela sér nokkur nýmæli. Þar á meðal eru skýrari réttarreglur um viðskiptaleyndarmál og ólögmæta og lögmæta öflun, notkun og birtingu þeirra, vernd uppljóstrara, réttarúrræði til verndar viðskiptaleyndarmálum, heildstæðar reglur um skaðabætur og hæfilegt endurgjald, fyrningar- og málshöfðunarfresti, þagnarskyldu og viðurlög.  

Á námskeiðinu verður farið yfir vernd viðskiptaleyndarmála að íslenskum rétti, helstu breytingar sem lögin hafa í för með sér og möguleg áhrif þeirra fyrir starf lögmanna. 

Kennari  Daði Ólafsson, sérfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími         Alls 1,5 klst. fimmtudagur 7. október 2021  kl. 11.30-13.00.

Verð        18.000,- (kr. 1800 í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 5400,- fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ)

Skráning

gata, póstnr. og staður