Ógildingarreglur samningaréttar - 11. október 2022
11.10.2022

Frá almennri reglu samningaréttar um skuldbindingargildi samninga eru gerðar nokkrar undantekningar. Meðal þeirra eru ógildingarreglur samningaréttar sem verða viðfangsefni námskeiðsins.

Ógildingarreglur samningaréttar eru mismunandi  og gildissvið þeirra ólíkt auk þess sem sumar þeirra eru ólögfestar.  Gerð verður grein fyrir uppruna reglnanna, skilyrðum þeirra og réttaráhrifum, meðal annars með hliðsjón af nýlegri dómaframkvæmd. Þá verða ógildingarreglurnar settar í samhengi við almennar reglur fjármunaréttar.

 

Kennari             Ása Ólafsdóttir hæstaréttardómari

Staður               Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                    Alls 3 klst. Þriðjudagur 11. október 2022  kl. 16.00-19.00.

Verð                   kr. 33.000,- (kr. 3.300,- í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 8.250,- í afslátt fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ).

 

Skráning

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á