Opinber innkaup - Dómafordæmi Evrópudómstólsins og þróun í átt að sjálfbærni – 22. apríl 2022
22.4.2022

Opinber innkaup eru réttarsvið í stöðugri þróun. Dr. Marta Andhov (áður Andrecka) ætlar að halda námskeið  föstudaginn 22. apríl næstkomandi hjá LMFÍ.  Þar mun hún fara yfir nýlega dóma Evrópudómstólsins á sviði opinberra innkaupa, m.a. um rammasamninga og þróun í átt að skyldubundnum kröfum um sjálfbærni (umhverfisvernd, mannréttindi, félagsleg réttindi og fl.) Að mati Mörtu verður sjálfbærni ekki valkvæð í framtíðinni í opinberum innkaupum heldur skylda. Námskeið Mörtu gagnast lögmönnum/lögfræðingum sem gæta réttar opinberra aðila og fyrirtækja fyrir kærunefnd útboðsmála og dómstólum. Einnig lögfræðingum og öðrum sérfræðingum sem vinna að gerð útboðsskilmála fyrir opinbera aðila.

Dr. Marta Andhov prófessor við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla er þekkt í Evrópu og víðar fyrir fræðistörf sín á sviði opinberra innkaupa. Framsetning hennar á fræðunum er skýr og lifandi. Doktorsritgerð hennar fjallaði um rammasamninga í opinberum innkaupum. Erindi Mörtu verður á ensku.

Athugið: Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst en skráningarfresti lýkur 1. apríl

Kennari             Dr. Marta Andhov prófessor við Kaupmannahafnarháskóla

Staður               Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                   Alls 3 klst. Föstudagur 22. apríl 2022  kl. 9.00-12.00.

Verð                  kr. 33.000,- (kr. 3.300,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 8.250,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ.)

gata, póstnr. og staður

Veldu það sem við á