Persónuvernd - Hvernig eiga lögmenn að uppfylla skyldur laga nr. 90/2018 í rekstri og störfum sínum?
7.5.2019

Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig lögmönnum ber að tryggja eftirfylgni við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í rekstri og störfum sínum. Einkum verður farið yfir ýmis praktísk álitaefni sem snúa sérstaklega að rekstri lögmannsstofa, s.s. þegar lögmannsstofa er rekin af einum lögmanni, í félagi margra lögmanna ellegar undir sameiginlegri regnhlíf. Meðal annars verður farið yfir hvernig lögmenn geta útfært vinnsluskrár, hvort á þeim hvíli skylda að hafa sérstakan persónuverndarfulltrúa og hvaða skyldur hvíla á lögmönnum varðandi upplýsingar til skráðra einstaklinga. Þá verður farið sérstaklega yfir þær leiðbeiningar sem LMFÍ lét útbúa fyrir lögmenn í kjölfar gildistöku laga nr. 90/2018. 

Markmiðið með námskeiðinu er einkum að lögmenn geti uppfyllt kröfur laga nr. 90/2018 að því er varðar rekstur lögmannsstofunnar en einnig hvernig á að takast á við ýmis praktísk atriði sem koma upp í störfum þeirra í tengslum við meðferð persónuupplýsinga.

Kennari          Ingvi Snær Einarsson, lögmaður

Staður            Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                Alls 3 klst. Þriðjudagur 7. maí 2019 kl. 16:00-19:00 .

Verð               Kr.  27.000,- 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

Skráning

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina