Persónuvernd við kaup og sölu fyrirtækja – 7. desember 2022
7.12.2022

Á námskeiðinu verður farið yfir að hverju þarf að huga á sviði persónuverndar við kaup og sölu fyrirtækja, þ. á m. í tengslum við notkun gagnaherbergja, miðlun upplýsinga til hugsanlegra kaupenda og ráðgjafa, hvaða atriði það eru sem huga þarf að í áreiðanleikakönnun og hvernig þarf að bregðast við mögulegum áhættum í formi ábyrgðaryfirlýsinga.

Flest ef ekki öll fyrirtæki vinna að einhverju leyti með persónuupplýsingar. Oftar en ekki reynir þannig á þessi álitaefni í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja. Það er því um mjög praktískt efni að ræða.

Af framkvæmd persónuverndaryfirvalda má einnig sjá að það er raunveruleg hætta er á að kaupendur lendi í að greiða sektir vegna brota sem rekja má til seljenda. Á námskeiðinu munum við fara yfir þessi dæmi úr framkvæmd.

Kennarar          Áslaug Björgvinsdóttir og Steinlaug Högnadóttir, lögmenn hjá LOGOS.

Staður               Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                   Alls 2 klst. Miðvikudagur 7. desember kl. 11.00-13.00

Verð                  kr. 28.000,- (kr. 2.800,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 7.000,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ).

Skráning


gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á