Persónuverndarlöggjöf – ár liðið frá gildistöku
2.5.2019

Vegna mikillar aðsóknar er áfram boðið upp á námskeið um persónuverndarlöggjöfina. Í vor verður ár liðið frá gildistöku persónuverndarreglugerðarinnar og á námskeiðinu verður áherslan á að fara yfir framkvæmdina á þessu fyrsta ári. Farið verður yfir hvað hefur einkum reynt á í starfi persónuverndarfulltrúa og annarra sem koma að þessum málaflokki. Þá verður auk þess farið yfir ákvarðarnir persónuverndaryfirvalda, bæði hér á landi sem og annars staðar innan Evrópu. Í persónuverndarregluverkinu er lögð áhersla á samrýmda beitingu innan Evrópu og því er áhugavert að fylgjast vel með framkvæmdinni í Evrópu.

Kennarar        Áslaug Björgvinsdóttir hdl. og Hjördís Halldórsdóttir hrl. hjá LOGOS

Staður            Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                Alls 4 klst. Fimmtudagur 2. maí 2019 kl. 15:00-19:00 .

Verð               Kr.  34.000,- 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

Skráning

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina