Störf lögmanna í lögræðismálum
2.3.2021

Farið verður yfir L-málin og hlutverk lögmanna við sviptingu sjálfræðis og fjárræðis. Hvernig er hagmunum skjólstæðinga best borgið? Hver eru mannréttindi fólks sem svipt er frelsi og þvingað til að þola nauðuga lyfjameðferð? Þá verður fjallað um hinar ýmsu greiningar og einkenni í geðlæknisfræðinni, störf réttindagæslumanna kynnt og í lokin mun verða rætt um nauðung og þvingun í geðheilbrigðisþjónustunni.

Kennarar  Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður hjá Digna lögmannsstofu, Guðrún Dóra Bjarnadóttir geðlæknir, Jón Þorsteinn Sigurðsson yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks og Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar.

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími         Alls 4 klst.  Þriðjudagur 2. mars 2021  kl. 13.00-17.00.

Verð        kr. 44.000,- (kr. 4.400 í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 13.200,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ.)

Skráning

gata, póstnr. og staður