Störf verjenda og réttargæslumanna
5.10.2021

Fjallað verður um störf verjenda og réttargæslumanna í sakamálum og áhersla lögð á raunhæf álitaefni. Hvert er hlutverk verjanda sakbornings og réttargæslumanns brotaþola á rannsóknarstigi og fyrir dómi?  Fjallað verður um störf verjenda og réttargæslumanna út frá réttarreglum, dómum og framkvæmd. Í hvaða tilvikum er lögreglu skylt/heimilt að tilnefna réttargæslumann og hvenær á að skipa réttargæslumann fyrir Landsrétti og Hæstarétti? Hvenær er rétt/heimilt að fá dómkvadda matsmenn til að framkvæma ákveðnar athuganir í sakamálum? Rætt verður um ólíkar heimildir til að bera undir dómstóla ákvarðanir lögreglu við rannsókn máls og mismunandi stöðu og heimildir réttargæslumanns og verjanda. 

 

Kennarar  Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður hjá Digna lögmannsstofu og Oddgeir Einarsson lögmaður hjá Land Lögmönnum.

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími         Alls 3 klst.  Þriðjudagur 5. október 2021  kl. 13.00-16.00.

Verð        kr. 33.000,- (kr. 3.300 í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 9.000,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ.)

Skráning:

gata, póstnr. og staður