Þinglýsing heimildarskjala um fasteignir og fasteignaréttindi
29.4.2021

Eins og flestir þekkja þarf að þinglýsa réttindum yfir fasteignum til að þau haldi gildi gegn þeim er reisa rétt á samningum um eignina, og gegn skuldheimtumönnum eiganda eða annars rétthafa að eign. Á námskeiðinu verður farið hratt yfir grunnatriði þinglýsingalaga nr. 39/1978, en sjónum beint að álitaefnum sem reynt hefur á í dómaframkvæmd, með sérstakri áherslu á hagnýtt gildi laganna fyrir lögmenn. Þannig verður m.a. fjallað um í hvaða tilvikum þinglýsingar hafa tímabundið gildi og hver skilyrði eru fyrir aflýsingu skjala. Einnig verður vikið að leiðréttingu á röngum færslum skv. 27. gr. þinglýsingalaga og skilyrði fyrir beitingu 18. gr. laganna. Þá verður farið yfir mismunandi tegundir málsókna vegna þinglýsinga og hvenær rétt er að höfða hefðbundið einkamál og hvenær rétt er að um ágreininginn fari eftir 3. gr. þinglýsingalaga. Loks verður fjallað um samspil þinglýsingalaga annars vegar og reglna um skiptingu og stofnun fasteigna hins vegar.

Umsjón   Karl Axelsson hæstaréttardómari og dósent og Víðir Smári Petersen lögmaður og lektor.

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími         Alls 3 klst. Fimmtudagur 29. apríl  kl. 14:00-17:00

Verð        kr. 33.000,- (kr. 3.300 í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 9.000,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ.)

Athugið  kr. 3.000,- aukaafsláttur fyrir þá sem sóttu námskeiðið Með Vatnsenda í forgrunni: Um beinan og óbeinan eignarétt sem haldið er í janúar og/eða námskeið um fjöleignarhúsalögin 16. og 23. mars.

gata, póstnr. og staður