Viltu fá prentað eintak af Lögmannablaðinu?
Lögmannablaðið hefur verið gefið út frá árinu 1995, en átti sína fyrirrennara. Blaðið verður því 25 ára á þessu ári. Á afmælisárinu verða þær breytingar gerðar að blaðið verður sent til félagsmanna með rafrænum hætti eingöngu nema þeir hafi óskað eftir því að fá blaðið áfram á pappírsformi. Margir lögmenn hafa nú þegar afþakkað pappírseintak enda er áherslan á rafræna útgáfu liður í að svara kalli nútímans og samfélagslegum breytingum. Rafræn útgáfa verður því meginreglan en blaðið verður áfram sent á stofnanir stjórnsýslunnar, fjölmiðla, til háskólanna og á lögmannsstofur sem þess óska.
Á sama hátt og það hefur verið hægt að óska eftir rafrænu blaði verður nú hægt að óska eftir prentuðu eintaki. Eyðublöð þess efnis er að finna á heimasíðu félagsins hér.