Fréttir 03 2020

 

Tilmæli til lögmanna frá Fangelsismálastofnun

Vegna COVID 19 faraldursins hefur Fangelsismálastofnun tekið þá ákvörðun að draga verulega úr umferð inn og út úr fangelsum landsins. Fangelsismálastofun gerir sér þó grein fyrir mikilvægi þess að lögmenn geti á öllum stundum átt samskipti við umbjóðendur sína, ekki síst þá umbjóðendur sem sitja í gæsluvarðhaldi. Engu að síður er þeim tilmælum beint til lögmanna að gera það sem unnt er til þess að draga úr ferðum inn í fangelsin á meðan núverandi ástand varir. Eftirfarandi samskiptaleiðir verða í boði á meðan þetta ástand varir og þangað til annað verður ákveðið. 

Lögmannablaðið er komið út

Lögmannablaðið er að þessu sinni að nokkru helgað 100 ára afmæli Hæstaréttar. Í því er grein um sögu réttarins, þá er í blaðinu ítarlegt viðtal við Markús Sigurbjörnsson fyrrverandi hæstaréttardómara auk fjölda annarra greina.