Tilmæli til lögmanna frá Fangelsismálastofnun

Vegna COVID 19 faraldursins hefur Fangelsismálastofnun tekið þá ákvörðun að draga verulega úr umferð inn og út úr fangelsum landsins. Fangelsismálastofun gerir sér þó grein fyrir mikilvægi þess að lögmenn geti á öllum stundum átt samskipti við umbjóðendur sína, ekki síst þá umbjóðendur sem sitja í gæsluvarðhaldi. Engu að síður er þeim tilmælum beint til lögmanna að gera það sem unnt er til þess að draga úr ferðum inn í fangelsin á meðan núverandi ástand varir. Eftirfarandi samskiptaleiðir verða í boði á meðan þetta ástand varir og þangað til annað verður ákveðið: 

  • Hafa samband við varðstjóra í hverju fangelsi fyrir sig og óska eftir símasambandi við umbjóðanda. (Þá hafa fangar jafnframt fengið fullt aðgengi að gjaldfrjálsum síma alla daga meðan ástand þetta varir)
  • Sé nauðsynlegt fyrir lögmenn að hitta einstaka umbjóðendur fer slíkt fram í heimsóknarálmu fangelsanna í gegnum gler. (Þurfi lögmenn að afhenda föngum gögn við komu verða fangaverðir að hafa milligöngu um slíkt.)

Á næstu dögum mun stofnunin jafnframt kynna möguleika á fjarfundartengingum við fangelsin, sem og aðstöðu í Reykjavík fyrir þá sem hafa ekki búnað til að tengjast slíkum tengingum frá sínum vinnustað.

Fangelsismálastofnun ríkisins