Námsferð til Rúmeníu

Lögmannafélag Íslands auglýsir námsferð til Rúmeníu dagana 18. til 24. október 2020.

Í desember sl. voru 30 ár síðan Ceausescu var steypt af stóli í Rúmeníu en hann ríkti frá 1965 til 1989. Rúmenía var eina Austur-Evrópulandið þar sem byltingin varð með blóðsúthellingum og kom það einkum til vegna vel vopnaðs og heilaþvegins einkahers forsetans, en um 1100 manns létust í mótmælum og átökum í kjölfar byltingarinnar.  Mánuðina á eftir fékk heimsbyggðin fréttir af hinu ofurljúfa óhófslífi fjölskyldu forsetans á meðan almenningur svalt og munaðarleysingjahæli voru yfirfull af vanræktum börnum.

En hvernig hefur Rúmenum gengið að ganga hina bugðóttu götu frelsis og lýðræðis? Hvernig er stjórnskipan í landinu og efnahagur?  Að venju er stefnt að því að heimsækja dómstóla, lögmannafélag og stjórnsýslu en nánari upplýsingar um faglega dagskrá verða gefnar þegar nær dregur ferð.

Lagt verður af stað með Icelandair til München að morgni sunnudagsins 18. okt og svo áfram með Lufthansa til Búkarest sama dag. Þar munum við dvelja á meðan fagleg dagskrá fer fram en stefnum svo út á land til að sjá ægifögru Rúmeníu í haustlitunum og kynnast sögu og menningu þjóðar.

Nú langar okkur að vita hverjir hafa áhuga á að koma með í þessa ferð. Forskráning er hafin en nánari dagskrá kemur innan skamms. Áætlaður kostnaður við ferðina er kr. 250.000. Fararstjóri verður Eyrún Ingadóttir

Athugið forskráning er ekki bindandi einungis til að kanna áhuga og átta sig á fjölda

gata, póstnr. og staður