Félagsfundur um breytingar á siðareglum lögmanna

Nýlega kynnti siðareglunefnd Lögmannafélagsins stjórn félagsins meðfylgjandi tillögur að breytingum á siðareglum lögmanna - Codex Ethicus – sem byggja m.a. á tillögum eldri nefndar um efnið frá árinu 2019. Til þess að ræða þessar tillögur, boðar Lög­mannafélag Íslands til félagsfundar þar sem efni tillagnanna verður kynnt og þær í framhaldinu bornar upp til samþykktar.

Framsögumaður verður Óttar Pálsson lögmaður og formaður siðareglunefndar, en að framsögu lokinni verða opnar umræður þar sem fél­agsmönnum gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, áður en fyrirliggjandi tillögur verða bornar undir atkvæði á fundinum.

Fundurinn verður haldinn á Hilton Hótel Nordica föstudaginn 21. maí nk. og hefst stundvíslega kl. 15:00. Fundarstjóri verður Kristín Edwald lögmaður og stjórnarmaður í Lögmannafélagi Íslands.

Kaffiveitingar í boði.

Stjórn Lögmannafélags Íslands