Formannsskipti í Lögmannafélagi Íslands

Á aðalfundi Lögmannafélags Íslands, sem haldinn var á Hilton Hótel Nordica föstudaginn 28. maí 2021, var Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður og eigandi á Rétti – Aðalsteinsson & Partners kjörinn nýr formaður félagsins. Sigurður hefur gegnt embætti varaformanns félagsins undanfarið ár og setið í stjórnum ýmissa félaga. Þá hefur hann sinnt ýmsum félagsstörfum í gegnum tíðina, s.s. inspector scholae í MR 2002-2003 og formaður Stúdentaráðs HÍ 2006-2007. Sigurður tekur við af Berglindi Svavarsdóttur, lögmanni og eiganda hjá Lögfræðiskrifstofu Reykjavíkur, sem hefur gegnt formannsembættinu undanfarin þrjú ár.

Auk Sigurðar eru eftirtaldir aðilar í stjórn félagsins næsta árið: 

Kristín Edwald lögmaður hjá Lex, Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður hjá LMB Mandat, Birna Hlín Káradóttir lögmaður, yfirlögfræðingur Arion banka og Geir Gestsson lögmaður hjá Mörkinni lögmannsstofu. Í varastjórn eru Eva Halldórsdóttir lögmaður hjá Lögmönnum Lækjargötu, Tómas Eiríksson lögmaður, yfirlögfræðingur Össurar og Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður hjá LOGOS.

Mynd 1.jpg

Sigurður Örn ásamt Berglindi Svavarsdóttur, fráfarandi formanni.