Heiðursfélagar LMFÍ
Ár Nafn
1951 Sveinn Björnsson, forseti Íslands (1881-1952)
1951 Lárus Fjeldsted, lögmaður (1879-1964)
1961 Lárus Jóhannesson hæstaréttardómari (1898-1977)
1971 Einar Baldvin Guðmundsson (1903-1974)
1971 Sveinbjörn Jónsson (1894-1979)
1971 Theodór Líndal (1898-1975)
1979 Rannveig Þorsteinsdóttir (1904-1987)
1986 Ágúst Fjeldsted (1916-1992)
1986 Egill Sigurgeirsson (1910-1996)
1996 Guðmundur Pétursson (1917-2009)
1996 Sveinn Snorrason (f. 1925)
2000 Guðmundur Ingvi Sigurðsson (1922-2011)
2002 Árni Guðjónsson, hrl. (1926-2004)
2002 Jón Finnsson, hrl. (f. 1926)
2011 Gestur Jónsson, hrl. (f. 1950)
2011 Hákon Árnason, hrl. (f. 1939)
2011 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari (f.1947)
2011 Ragnar Aðalsteinsson, hrl. (f. 1935)
2011 Þórunn Guðmundsdóttir, hrl. (f. 1957)
2015 Helgi V. Jónsson, hrl. (f.1936)
2015 Jakob R. Möller, hrl. (f. 1940)
2015 Jóhann H. Níelsson, hrl. (f. 1931)
-------------------------------------------------
Reglur um kjör heiðursfélaga Lögmannafélags Íslands
1. gr.
Heiðursfélagi Lögmannafélags Íslands er sæmdarheiti, sem hlotnast mönnum fyrir mikilsvert framlag þeirra til eflingar félaginu og/eða lögmannastéttinni og sem eiga að baki farsælan starfsferil sem lögmenn.
2. gr.
Stjórn LMFÍ kýs félaginu heiðursfélaga, sbr. 22. gr. samþykkta LMFÍ. Til kjörs á heiðursfélaga þarf samhljóða atkvæði stjórnarmanna.
Kjör heiðursfélaga skal staðfest á félagsfundi LMFÍ.
3. gr.
Kjöri heiðursfélaga skal lýst á aðalfundi eða við annað sérstakt tilefni. Fulltrúum fjölmiðla má bjóða að vera viðstaddir athöfnina.
4. gr.
Á heiðursskjali, sem útbúa skal í tilefni af kjöri á heiðursfélaga, skal rita nafn og starfsheiti þess, sem sæmdina hlýtur. Jafnframt skal rita þar hverjir sérstakir verðleikar eru tilefni kjörsins.
Heiðursskjalið skal undirritað af stjórn LMFÍ.
5. gr.
Skrá skal í sérstaka gerðarbók nafn heiðursfélaga og dagsetningu kjörsins. Ennfremur skal þar skrá tilefni sæmdarinnar sömu orðum og skráð eru á heiðursskjalið.
6. gr.
Heiðursfélagi skal njóta allra réttinda sem félagsmaður LMFÍ og er undanþeginn greiðslu árgjalds til félagsins. Honum skal boðið ásamt maka að sitja árshátíð og aðrar stórhátíðir félagsins.
Þannig samþykkt á stjórnarfundi LMFÍ 9. september 1999.