Gervigreind og lögfræði - fræðslufundur með jólaívafi - í fjarfundi
Fullt er á viðburðinn en boðið er upp á fjarfund
Föstudaginn 13. desember kl. 12.00-13.30 efna Lögfræðingafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands til fræðslufundar um gervigreind og lögfræði á Nauthóli, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík.
Berglind Einarsdóttir, lögfræðingur með sérhæfingu í upplýsingatæknikerfum og gervigreind, eigandi Bentt, fer yfir hvernig við getum notað gervigreind í störfum okkar og hvað beri að varast.
Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður á LOGOS, fjallar um það efni sem verður til með notkun gervigreindar og hvort það geti notið verndar höfundalaga.
Jón Gunnar Ásbjörnsson, lögmaður á Landslögum og formaður laganefndar LMFÍ, mun ræða að lokum um snertifleti gervigreindar við siðareglur lögmanna, auk ýmis önnur álitaefni sem geta tengst notkun gervigreindar í störfum lögmanna.
Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður og formaður LÍ, stjórnar fundi.
Verð með hádegisverði (boðið upp á kalkún) kr. 7.500,- fyrir félaga í LÍ og LMFÍ, kr. 8.500,- fyrir aðra. (Greitt á staðnum)
---
Fullt er á viðburðinn
Lögfræðingum býðst að sækja fundinn á Teams fyrir kr. 2.000,- fyrir félaga í LÍ og LMFÍ og kr. 3.000,- fyrir aðra.
Skráning hér: