Markaðsmisnotkun – 22. október 2024
Á námskeiðinu verður fjallað um bann við markaðsmisnotkun samkvæmt Markaðssvikareglugerð ESB (MAR) sem var innleidd í íslenskan rétt árið 2021. Farið verður yfir hvaða skilyrði þurfa að vera hendi svo háttsemi teljist markaðsmisnotkun samkvæmt regluverkinu. Leitast verður við að hafa umfjöllunina praktíska fyrir lögmenn og aðra sem starfa á fjármálamarkaði. Farið verður yfir helstu atriðin í löggjöfinni sem skilgreina markaðsmisnotkun (grunnskilgreining, dæmi um markaðsmisnotkun, vísbendingar um markaðsmisnotkun o.fl.) og vikið er að ýmsum innlendum og erlendum málum sem varða markaðsmisnotkun til að fá betri innsýn í hvaða háttsemi telst vera markaðsmisnotkun.
- Kennari Dr. Andri Fannar Bergþórsson dósent við lagadeild HR og lögmaður hjá ADVEL lögmönnum. Andri er höfundur bókarinnar What is
- Market Manipulation? An Analysis of the Concept in a European and Nordic Context sem gefin var út af Brill Publishing árið 2018.
- Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.
- Tími Alls 2 klst. Þriðjudagur 22. október 2024 kl. 11.00-13.00.
- Verð Kr. 18.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 24.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 30.000,- fyrir aðra.
Skráning