Leit að úrskurðum úrskurðarnefndar
Til þess að leita að úrskurðum Úrskurðarnefndar lögmanna er best að nýta leitarstrenginn hér fyrir ofan. T.d. er hægt að skrifa orðin "Þóknun lögmanna" og fá þá upp alla úrskurði og allar greinar um þóknanir.
Til þess að leita að úrskurðum Úrskurðarnefndar lögmanna er best að nýta leitarstrenginn hér fyrir ofan. T.d. er hægt að skrifa orðin "Þóknun lögmanna" og fá þá upp alla úrskurði og allar greinar um þóknanir.
Þegar mál koma til kasta úrskurðarnefndar fá þau númer. Það tekur mislangan tíma að fjalla um mál og því koma úrskurðir ekki í númeraröð.
Kærðu, B lögmaður, C lögmaður og D lögmaður hafa ekki gert á hlut kæranda A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.
Áskilin þóknun kærðu vegna starfa þeirra í þágu kæranda, í tengslum við rekstur héraðsdómsmálsins nr. E-xxx/xxxx, felur í sér hæfilegt endurgjald. Endurgreiðslukröfu kæranda að fjáhæð 290.160 krónur er hafnað.
Kröfu kæranda um að kærðu verði gert að greiða honum 50% af lögmannsþóknun vegna skaðabótamáls þess sem rekið var undir málsnúmerinu E-xxx/xxxx fyrir Héraðsdómi X og málsnúmerinu xxx/xxxx fyrir Landsrétti, eða alls 2.458.378 krónur, er vísað frá nefndinni.
Kærða, B lögmaður, hefur ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.
Áskilin þóknun kærðu, B lögmanns, vegna starfa hennar í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.
Sú háttsemi kærða, B lögmanns, að saka kæranda, A lögmann, um refsiverða tilraun til fjársvika í tölvubréfi þann 20. nóvember 2018, vegna atvika sem lutu að einkaréttarlegum ágreiningi um lögmæti nánar tilgreindar gjaldtöku sem var til meðferðar fyrir Héraðsdómi Y, og að tilkynnt yrði um slíka háttsemi til lögreglu ef að af henni yrði ekki látið, er aðfinnsluverð.
Kærði, C ehf., greiði kæranda, B ehf., 1.628.732 krónur.
Kröfu kærenda um dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af höfuðstólsfjárhæð kröfu sinnar frá x. mars 2018 til greiðsludags er vísað frá nefndinni.
Máli þessu er vísað frá nefndinni.
Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.
Áskilið endurgjald kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera 508.400 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.
Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.