Skráning á Lögmannalista
Á Lögmannalistanum getur almenningur nálgast upplýsingar um hvaða lögmenn sérhæfa sig í ákveðnum málaflokkum.
Listinn er á níu tungumálum, með 48 málaflokka, auk fjölda undirflokka.
Hver lögmaður getur skráð sig á 15 yfirflokka að hámarki en sumir þeirra hafa undirflokka sem ekki er greitt sérstaklega fyrir.
Athugið að lögmenn sjálfir skrá sérhæfingu sína á listann og bera ábyrgð á þeim upplýsingum sem þar koma fram.
Fyrir hvern málaflokk er greitt kr. 2.800,- á ári en félagar í félagsdeild LMFÍ fá 40% afslátt og greiða því kr. 1.680,-.