Ókeypis lögfræðiráðgjöf fyrir almenning alla þriðjudaga kl. 16:30-18:00 yfir vetrartímann. Tímapantanir í síma 568 5620. Nánari upplýsingar: Hér
Leita að lögmanni á lögmannsstofum
Námskeið til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum vorið 2021 verður að öllum líkindum haldið á tímabilinu 22. febrúar nk. til 30. apríl nk. Endanleg útfærsla á kennsluáætlun og fyrirkomulagi námskeiðsins liggur ekki fyrir en námskeiðið verður auglýst á heimasíðu Lögmannafélagsins fljótlega og þá verður jafnframt opnað fyrir rafræna skráningu í gegnum síðuna.
Meðal efnis: umfjöllun um hlutverk dómstóla í ljósi dóms MDE í Landsréttarmálinu, lögmenn á samfélagsmiðlum, spjall um hagnýt atriði fyrir héraðsdómi, Notkun lögreglu á bakvaktarþjónustu lögmanna og margt fleira. Hægt er að nálgast blaðið hér á heimasíðunni.
Lögmannablaðið hefur verið gefið út frá árinu 1995, en átti sína fyrirrennara. Blaðið verður því 25 ára á þessu ári. Á afmælisárinu verða þær breytingar gerðar að blaðið verður sent til félagsmanna með rafrænum hætti eingöngu nema þeir hafi óskað eftir því að fá blaðið áfram á pappírsformi.
Lögmannablaðið inniheldur greinar um lagaleg málefni, fréttir og tilkynningar frá LMFÍ. Blaðið er sent til allra félagsmanna, dómstóla, stofnana og einstakra áskrifenda.