Fréttir

Sóttvarnarlög og stjórnarskrá

Hádegis-Teams-fundur Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands fimmtudaginn 15. apríl kl. 12.00

Nýlega var í Héraðsdómi Reykjavíkur kveðinn upp úrskurður í máli nr. R-1900/2021, þar sem felld var úr gildi ákvörðun sóttvarnarlæknis á grundvelli 1. mgr. 5. gr. reglu­gerðar nr. 355/2021, þess efnis að komufarþegar frá tilteknum ríkjum þyrftu að dveljast í sóttvarnarhúsi meðan beðið væri niðurstöðu úr seinni sýnatöku vegna Covid 19. Byggði niðurstaða héraðsdóms á því að umrætt ákvæði reglugerðarinnar skorti lagastoð og því hafi ákvörðun sóttvarnarlæknis gengið lengra en lög heimila.

Þrátt fyrir að niðurstaða ...

Rafrænt málþing - Sérsvið skaðabótaréttar 4. febrúar

Í tilefni af útkomu ritsins Bótaréttur III, eftir Eirík Jónsson og Viðar Má Matthíasson, standa Lögfræðingafélag Íslands, Lögmannafélag Íslands og Dómarafélag Íslands fyrir rafrænu málþingi um sérsvið skaðabótaréttar. Með því er vísað til sviða þar sem sakarreglunni er ýmist beitt með öðrum hætti en almennt er, oftast þannig að skaðabótaábyrgð er hert, eða lagareglur mæla fyrir um sérstaka skipan bótareglna og eftir atvikum vátryggingarskyldu.   

Viltu fá prentað eintak af Lögmannablaðinu?

Lögmannablaðið hefur verið gefið út frá árinu 1995, en átti sína fyrirrennara. Blaðið verður því 25 ára á þessu ári. Á afmælisárinu verða þær breytingar gerðar að blaðið verður sent til félagsmanna með rafrænum hætti eingöngu nema þeir hafi óskað eftir því að fá blaðið áfram á pappírsformi.

Lögmannablaðið

Lögmannablaðið inniheldur greinar um lagaleg málefni, fréttir og tilkynningar frá LMFÍ. Blaðið er sent til allra félagsmanna, dómstóla, stofnana og einstakra áskrifenda.