Fréttir

 

Lagadagurinn verður haldinn föstudaginn 23. september 2022

Þrátt fyrir sól og sumar stendur yfir undirbúningur fyrir Lagadaginn 2022 og það sem meira er, dagskráin er að verða tilbúin. 

Sumaropnun skrifstofu

Frá 1. júní er opnunartími skrifstofu Lögmannafélags Íslands frá 8.00-16.00 alla virka daga. Þá er lögmannavaktin komin í sumarleyfi og því ekki mögulegt að fá ókeypis lögfræðiráðgjöf fyrr en í september. 

Ný stjórn LMFÍ kosin á aðalfundi

Á aðalfundi LMFÍ, fimmtudaginn 19. maí sl., var Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður hjá Rétti endurkjörinn formaður félagsins. Einnig voru kosin til tveggja ára þau Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður hjá LOGOS og Tómas Eiríksson lögmaður hjá Össuri. Fyrir sitja í stjórn þau Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður hjá LMG lögmönnum og Geir Gestsson lögmaður hjá Mörkinni lögmannsstofu. ... 

Viltu fá prentað eintak af Lögmannablaðinu?

Lögmannablaðið hefur verið gefið út frá árinu 1995, en átti sína fyrirrennara. Blaðið verður því 25 ára á þessu ári. Á afmælisárinu verða þær breytingar gerðar að blaðið verður sent til félagsmanna með rafrænum hætti eingöngu nema þeir hafi óskað eftir því að fá blaðið áfram á pappírsformi.

Lögmenn og #MeToo, könnun á líðan og samskiptum

Í nóvember 2018 var af hálfu Lögmannafélags Íslands skipaður vinnuhópur til að skoða og greina málefni #metoo út frá snertiflötum við lögmannastéttina. 

Gagnagrunnur gegn peningaþvætti

Lögmannafélag Íslands hefur tekið í notkun alþjóðlegan gagngrunn frá fyrirtækinu Accuity.  Gagnagrunnurinn gefur lögmönnum tækifæri á að kanna bakgrunn væntanlegra viðskiptamanna sem hluta af mati á hættu á misnotkun þjónustunnar með tilliti til reglna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnunar hryðjuverka.

Lögmannablaðið verður rafrænt frá næstu áramótum

Stjórn Lögmannafélags Íslands og ritstjórn Lögmannablaðsins hafa ákveðið að frá og með næstu áramótum verði megin reglan sú að Lögmannablaðið sé rafrænt.

Skýrsla um starfsumhverfi lögmanna og áhrif fjölskylduábyrgðar

Níu af hverjum tíu fulltrúum á lögmannsstofum finna fyrir streitu og helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa  ...