Fréttir

 

Lögmannablaðið er komið út

Lögmannablaðið er að þessu sinni stútfullt af efni. Rætt er við Vilhjálm H. Vilhjálmsson, fyrrverandi lögmann og Landsréttardómara, fjallað er um tæknibyltingu sem breyta mun lögmannsstörfum og starfsnám laganema. Þá eru reglur er varða notkun skikkju í dómsölum Norðurlandanna skoðaðar og birtar niðurstöður könnunar dómstólasýslunnar á því hvernig lögmenn og ákærendur meta ýmsa þjónustuþætti og traust á dómstólunum. Fjallað er um áhrif nýrrar peningaþvættislöggjafar og síðast en ekki síst er Mörður lögmaður kominn aftur á stjá, með puttann á púlsinum og málefnalegur að vanda.

Þórsmerkurferð frestað vegna veðurs, stefnt á 19. október

Því miður þarf að fresta haustlitaferð Lögmannafélags Íslands í Þórsmörk sem vera átti laugardaginn 21. september. Búið er að rigna mikið og því ófært í Mörkina. Ef veðurútlit er skaplegt er stefnt að því að fara í ferðina laugardaginn 19. október.

Ályktun stjórnar Lögmannafélagsins í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu

Ályktun stjórnar Lögmannafélags Íslands í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli nr. 26374/18:

Kynningarefni vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hér er að finna kynningarefni vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka auk upplýsinga um þjálfun starfsmanna. 

Ný persónuverndarlög

Ný persónuverndarlög tóku gildi 15. júlí sl. sem m.a. tryggja aukinn réttindi almennings að skráðum persónuupplýsingum um sig. Af því tilefni hefur Lögmannafélag Íslands látið vinna sérstakar leiðbeiningar fyrir lögmenn/lögmannsstofur sem félagið vonar að nýtist félagsmönnum við innleiðingu hinna nýju laga og mótun ... nánar

Sumaropnun

Skrifstofa LMFÍ er nú opin frá kl. 08.00-16.00 virka daga. 

Skýrsla um gjafsókn

Nýlega kom út skýrsla vinnuhóps LMFÍ um gjafsókn þar sem farið var yfir regluverk gjafsóknar á Íslandi og gerðar tillögur um ...

Matsmannanámskeið 15. og 16. maí

Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu matsgerða, undirbúning matsfunda  ...