Fréttir 2019

 

Aðalfundur Félags kvenna í lögmennsku

Aðalfundur Félags kvenna í lögmennsku verður haldinn á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, miðvikudaginn 25. september kl. 17.30

Þórsmerkurferð frestað vegna veðurs, stefnt á 19. október

Því miður þarf að fresta haustlitaferð Lögmannafélags Íslands í Þórsmörk sem vera átti laugardaginn 21. september. Búið er að rigna mikið og því ófært í Mörkina. Ef veðurútlit er skaplegt er stefnt að því að fara í ferðina laugardaginn 19. október.

Lögmannablaðið er komið út

Lögmannablaðið, 2. tbl. 2019 er komið út.  Fjallað er um "Landsréttarmálið", eftirlitsheimildir lögmannafélaga, fjárvörslureikninga og ábyrgðina sem þeim fylgir, áframhaldandi fækkun í lögmannastétt, aðalfund LMFÍ og sáttamiðlun sem raunhæfan kost við lausn ágreinings. Þá er fjallað um velheppnaðan Lagadag og áhugaverðar málstofur hans.

Ályktun stjórnar Lögmannafélagsins í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu

Ályktun stjórnar Lögmannafélags Íslands í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli nr. 26374/18: