Fréttir 2020

 

Námsferð til Rúmeníu

Lögmannafélag Íslands auglýsir námsferð til Rúmeníu dagana 18. til 24. október 2020.

Lagadagurinn verður haldinn 13. mars 2020

Lagadagurinn verður haldinn þann 13. mars í Hörpu. Fjölbreyttar málstofur og skemmtun sem enginn vill missa af.  Skráning er hafin og allar nánari upplýsingar að finna á www.lagadagur.is. 

Viltu fá prentað eintak af Lögmannablaðinu?

Lögmannablaðið hefur verið gefið út frá árinu 1995, en átti sína fyrirrennara. Blaðið verður því 25 ára á þessu ári. Á afmælisárinu verða þær breytingar gerðar að blaðið verður sent til félagsmanna með rafrænum hætti eingöngu nema þeir hafi óskað eftir því að fá blaðið áfram á pappírsformi.