Námskeið

Samkeppnisréttur: Samstarf fyrirtækja og sjálfsmat – 30. mars 2023

Árið 2020 var samkeppnislögum breytt, m.a. á þann veg að fyrirtæki sem vilja nýta sér heimildir 15. gr. samkeppnislaga til samstarfs þurfa sjálf að meta hvort skilyrði fyrir slíku samstarfi séu fyrir hendi, í stað þess að sækja um fyrirfram heimild Samkeppniseftirlitsins. Á námskeiðinu verður farið yfir leiðbeiningar Samkeppniseftirlitsins um beitingu 15. gr. samkeppnislaga sem og praktísk atriði varðandi vinnslu sjálfsmats af þessu tagi og almennt um samstarf milli fyrirtækja.

Nánari upplýsingar og skráning

Markaðsþreifingar - 25. apríl 2023

Við innleiðingu á Markaðssvikareglugerð ESB (MAR) í íslenskan rétt í september 2021 voru kynntar til sögunnar reglur um svokallaðir markaðsþreifingar (e. market sounding). Í markaðsþreifingum er verið að kanna áhuga mögulegra fjárfesta á hugsanlegum viðskiptum með skráða fjármálagerninga, ræða verðhugmyndir, umfang viðskipta o.fl. Í Bandaríkjunum er þetta oft nefnt „testing the waters“. Við slíkar aðstæður er möguleiki að innherjaupplýsingum sé miðlað til þessara fjárfesta. Miðlun innherjaupplýsinga er að meginstefnu óheimil en telst lögmæt ef hún er í eðlilegu sambandi við starf, stöðu og skyldu viðkomandi. Fara þarf því varlega í að miðla innherjaupplýsingum við slíkar aðstæður.

Til að veita aðilum í markaðsþreifingum ákveðið öryggi og vissu um að miðlun innherjaupplýsinga sé í samræmi við lög hafa reglur MAR um markaðsþreifingar verið kynntar til sögunnar. Reglurnar fela í sér verndarsvæði (e. safe harbour) fyrir aðila í markaðsþreifingum. Það þýðir að ...

Nánari upplýsingar og skráning

Einkahlutafélög og hlutafélög – 27. apríl 2023

Farið verður yfir samruna- og skiptingar ehf. og hf., útfrá félaga- og skattarétti og komið inn á praktísk dæmi úr framkvæmdinni.  Að auki verður farið yfir sérstakar reglur og álitaefni út frá skattaréttinum sem getur reynt á í tengslum við samruna eða skiptingar. Tekin verða ýmis dæmi úr úrskurða- og dómaframkvæmd þar sem reynt hefur á ákvæði hlutafélagalöggjafarinnar og tekjuskattslaga.

  •  Prófnefnd verðbréfaviðskipta hefur metið námskeiðið til tveggja klst. fyrir þátttakendur sem eru með verðbréfaréttindi.
Nánari upplýsingar og skráning

Skipulag og eignarréttur að fasteignum - málefni 21. aldarinnar – 4. maí 2023

Á þessu 13. námskeiði í eignaréttarlínu LMFÍ verður fyrst fjallað með almennum hætti um löggjöf um skipulag og stöðu eignarréttar að fasteignum við framkvæmd skipulags.

Tilkoma og framkvæmd skipulags hefur haft í för með sér margþættar takmarkanir eignarréttar fasteignareigenda, en voru nauðsynleg málamiðlun milli einstaklingseignarréttar og almannahagsmuna. Segja má að skipulagsmálin hafi falið í sér stærsta skref 20. aldarinnar í átt að því að þróa reglur um eignarétt út frá samfélagslegum sjónarmiðum, en ekki eingöngu sem einkamálefni eigandans. En hvaða kenningar eru ráðandi um íslenskan eignarétt? Trompar einstaklingseignarrétturinn samfélagslega hagsmuni, eða öfugt? Mjög krefjandi spurningar hafa komið upp á þessum vettvangi á undanförnum árum sem brugðið geta ljósi á þessar grundvallarspurningar. Nægir þar að nefna aðgerðir í kjölfar bankahrunsins og þær miklu eignarskerðingar sem áttu sér stað í Covid-faraldrinum. Þá eru ýmsar áskoranir framundan, eins og t.d. hvort eignarétturinn sé eða eigi að vera fyrirstaða þegar kemur að aðgerðum til þess að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. 

Kennarar námskeiðsins munu gera heiðarlega tilraun til þess að svara þessum háleitu en mikilvægu spurningum og setja þær í hagnýtt samhengi með yfirskrift námskeiðsins að leiðarljósi. 

Nánari upplýsingar og skráning

Drafting and Negotiating International Contracts - 8. og 9. maí 2023

The course provides for a comprehensive overview of the legal considerations one has to make when dealing with the drafting and negotiation process of international contracts. The differences between the major legal systems are outlined and comparisons are made on a country-by-country level. Furthermore, the course both provides for a better understanding of the overall structure of an International Contract and gives the participants an overview of the main clauses used. Finally, the course makes the participants more familiar with terminology used in International Contracts. 

The course is set-up in a very practical way; participants will be preparing and discussing assignments together. Attending this course will enable you to take a more active role in the international contract negotiation and drafting process. You will become more familiar with the legal differences between various jurisdictions and will become better aware of the considerable impact that these differences may have on any given International Contract. In addition, you will get a better understanding of the contract structure and the clauses used in International Contacts. Finally, you will find yourself more familiar with the English terminology used in International Contracts. 

Course contents  

The course covers the following areas: 

  • Selection of some fundamental basic legal concepts, applicable law, relevant international organizations etc.
  • The pre-contractual phase – including letters of Intent and non-disclosure agreements
  • Formation, recitals and the battle of forms
  • Analysis of the contract structure and the most important contract clauses:
  • Interpretation clauses
  • Limitation of liability and liquidated damages
  • Conformity of goods and services
  • Penalty clauses
  • Confidentiality clauses
  • Assignment clauses
  • Force Majeure & hardship clauses
  • Termination clauses
  • Choice of law and jurisdiction & international dispute resolution

 

Who should attend the course? 

The course is especially aimed at lawyers and legal professionals that are exposed to and/or directly working with international contracts. 

Nánari upplýsingar og skráning

Andlegur stuðningur við skjólstæðinga í gæsluvarðhaldi – 11. maí 2023

Þótt lögmenn sinni almennt ekki sálgæslu þá kemur fyrir að skjólstæðingar þeirra þurfi sárlega á henni að halda, til dæmis í gæsluvarðhaldi. Á námskeiðinu verður farið yfir áhrif einangrunarvistar á einstaklinga og hvernig lögmenn geta stutt við skjólstæðinga sem sæta einangrunarvist. Hvernig á að aðstoða skjólstæðing sem er í áfalli?

Námskeiðinu er ætlað að setja í verkfærakistu lögmanna tól sem geta gagnast skjólstæðingum á þeirra erfiðustu stundum.

Nánari upplýsingar og skráning