Jólafundur LÍ og LMFÍ: Störf íslenskra lögfræðinga á erlendri grundu og bókakynning
Föstudaginn 12. desember kl. 12:00-13:30 efna Lögfræðingafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands til fræðslufundar um störf íslenskra lögfræðinga erlendis. Þrír lögfræðingar munu segja frá störfum sínum í Danmörku, Bretlandi og Noregi og fjalla m.a. um hvernig íslenskt lögfræðipróf hefur nýst. Þetta eru:
Guðrún Olsen, forstöðumaður stefnu og umbreytinga hjá Icelandair en hún starfaði áður sem lögmaður hjá NJORD Law Firm og sem stjórnendaráðgjafi og verkefnastjóri hjá Boston Consulting Group í Kaupmannahöfn.
Dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson, lagaprófessor hjá Háskólanum í Reykjavík og Stipendiary Lecture við Balliol College, Oxford-háskóla.
Margrét Gunnarsdóttir, lögmaður á norsku lögmannstofunni Arntzen Grette í Osló en hún er fyrsti Íslendingurinn sem fékk útgefin norsk lögmannsréttindi á grundvelli íslenskra réttinda.
Fundarstjóri: Stefán A. Svensson, lögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands.
Bókakynning:
Ragnar Jónasson lögfræðingur og rithöfundur kynnir bók þeirra Katrínar Jakobsdóttur rithöfundar og fyrrverandi forsætisráðherra, sem ber heitið: „Franski spítalinn“
Fundurinn verður haldinn á Setrinu, Grand hóteli, Sigtúni 28, 105 Reykjavík milli kl. 12.00-14.00. Á boðstólum verður ljúffeng kalkúnabringa með jólaívafi ásamt kaffi og konfekti.
Verð fyrir félagsmenn LÍ og LMFÍ eru kr. 7.700 og 8.800 fyrir aðra. Greitt á staðnum.
Athugið að bílastæðin við Grand Hótel eru opin öllum gestum og inngangur á hótelið er Kringlumýrarbrautarmegin. Bílastæði fyrir utan hótelið eru gjaldfrjáls en gjaldtaka er fyrir bílastæði í nýjum bílakjallara.