Námskeið

Markaðsmisnotkun – 22. október 2024

Á námskeiðinu verður fjallað um bann við markaðsmisnotkun samkvæmt Markaðssvikareglugerð ESB (MAR) sem var innleidd í íslenskan rétt árið 2021. Farið verður yfir hvaða skilyrði þurfa að vera hendi svo háttsemi teljist markaðsmisnotkun samkvæmt regluverkinu. Leitast verður við að hafa umfjöllunina praktíska fyrir lögmenn og aðra sem starfa á fjármálamarkaði. Farið verður yfir helstu atriðin í löggjöfinni sem skilgreina markaðsmisnotkun (grunnskilgreining, dæmi um markaðsmisnotkun, vísbendingar um markaðsmisnotkun o.fl.) og vikið er að ýmsum innlendum og erlendum málum sem varða markaðsmisnotkun til að fá betri innsýn í hvaða háttsemi telst vera markaðsmisnotkun.  

Nánari upplýsingar og skráning

Hagnýt fjármál fyrirtækja – fjarnámskeið 24. og 29. október 2024

Farið verður yfir grunnhugtök i fjármálafræði og fjármögnunarkosti fyrirtækja, þ.e. hvaða tækifæri fyrirtæki hafa til að afla sér fjármagns til skemmri og lengri tíma. Sérstaklega verður vikið að því hvernig hægt er að koma að verðmati á hlutabréfum og hvernig við getum reiknað út núvirði á skuldabréfum. Þá verður farið yfir aðferðafræði sem beitt er við verðmat á fyrirtækjum sem og hvernig ávöxtunarkrafa er reiknuð út. Enn fremur verður rætt um lántöku fyrirtækja og hvort og þá hvaða skuldsetning fyrirtækja er ákjósanleg.    

Námskeiðið hentar mjög vel fyrir lögmenn sem vilja hafa grundvallarskilning á fjármálum fyrirtækja, lögfræðinga sem starfa innan fyrirtækja og fjármálageirans eða hafa áhuga á að taka að sér stjórnarsetu, stofna og/eða reka fyrirtæki.   

Þetta fjarnámskeið var síðast haldið haustið 2022 við mikla ánægju meðal þátttakenda:

  1. „Frábært námskeið – góð upprifjun þar sem ég hef setið próf í verðbréfaviðskiptum“.  
  2. „Elmar mjög góður og skemmtilegur kennari.“   
  3. “Var virkilega ánægð með þetta, mjög gagnlegt.” 
  4. “Mun án efa nýtast mér heilmikið.” 
Nánari upplýsingar og skráning

Samfélagsmiðlar og stafræn sönnunargögn - 5. nóvember 2024

Fjallað verður um helstu tegundir samfélagsmiðla á Íslandi og virkni þeirra. Þá verður rætt um innri reglur og viðmið miðlanna sem og um samspil þeirra við íslenska löggjöf í samhengi við öflun sönnunargagna í sakamálum.  

Nánari upplýsingar og skráning

Orlof - 7. nóvember 2024

Fjallað verður um heimildir orlofslaga til ákvörðunar orlofs, samspil orlofs og starfsloka annars vegar og orlofs og veikinda hins vegar ásamt fleirum álitaefnum sem tengjast orlofi. 

Nánari upplýsingar og skráning

Dvalarleyfi útlendinga - 8. nóvember 2024

Fjallað verður um breytingu á lögum um útlendinga frá því í sumar, sérreglur um komu og dvöl EES-ríkisborgara og aðstandenda þeirra, reglur er varða afturköllun dvalarleyfa, frávísun, brottvísun og endurkomubann.  

Nánari upplýsingar og skráning

Flóttamannaréttur - 15. nóvember 2024

Undanfarið hafa verið gerðar breytingar á lögum nr. 80/2016 um útlendinga og reglugerð nr. 540/2017 um útlendinga. Hafa þessar breytingar haft mikil áhrif á málsmeðferð ýmissa umsókna um alþjóðlega vernd á Íslandi.  

    Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur flóttamannaréttar eins og þær birtast nú og þau álitaefni sem uppi eru, þ. á m. helstu tegundir verndar sem og skilyrði þeirra, þau mál þar sem íslensk stjórnvöld vísa umsækjendum annað til þess að sækja þar um alþjóðlega vernd, endurteknar umsóknir o.s.frv. 

Nánari upplýsingar og skráning

Höfundaréttur 21. nóvember 2024

Fjallað verður um helstu reglur og skilyrði fyrir stofnun höfundaréttar og hvernig hann horfir við gagnvart einstökum tegundum verka. Þá verður rætt um þau fjárhagslegu réttindi sem felast í höfundarétti og nefndir nokkrir áhugaverðir dómar sem hafa fallið um efnið. Námskeiðið er fyrsti hluti sérstakrar námskeiðslínu um höfundarétt.  

Nánari upplýsingar og skráning

Afnotaform að fasteignum með áherslu á lóðarleigusamninga  – 28. nóvember 2024

Samningar um afnot fasteigna eru af ýmsu tagi, svo sem  grunnleigusamningar, þ.m.t. lóðarleigusamningar og erfðafestusamningar; ábúðarsamningar og samningar um lóðir undir frístundahús. Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í dóma- og ...

Nánari upplýsingar og skráning

Skiptastjórn þrotabúa - 14. og 16. janúar 2025

Farið verður yfir feril skipta þrotabúa frá skipun til skiptaloka. Lögð verður áhersla á starf og meginskyldur skiptastjóra og þau praktísku álitaefni sem koma upp við skipti þrotabúa, s.s. fyrstu aðgerðir skiptastjóra, meðferð og ráðstöfun veðsettra og óveðsettra eigna, skuldajöfnuð og aðkomu kröfuhafa að málefnum þrotabús. Þá verður fjallað um meðferð krafna og ágreiningsmála, riftun ráðstafana, úthlutun og lok gjaldþrotaskipta.  

Nánari upplýsingar og skráning

Munnlegur málflutningur - 23. janúar 2025

Farið verður yfir hvað einkennir góðan málflutning í dómsal sem og skipulag og uppsetningu góðrar málflutningsræðu. Hvað einkennir slæma ræðumennsku og hvaða atriði í málflutningi telja dómarar skipta mestu máli? Þá verður einnig farið yfir framkomu gagnvart vitnum og dómurum. 

Nánari upplýsingar og skráning
 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.