Fjallað verður um hlutverk og skyldur verjanda sakbornings við rannsókn lögreglu og meðferð sakamáls fyrir dómi. Sérstök áhersla verður lögð á samskipti verjanda við sakborninga, rannsakendur, dómstóla, vitni og eftir atvikum aðra, þ.m.t. fjölmiðla og jafnvel almenning. Þá verður því jafnframt velt upp hvort hlutverk verjanda sé annað í dag en áður var, meðal annars með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á samfélaginu á liðnum áratugum, svo sem með tilkomu samfélagsmiðla og auðveldari upplýsingamiðlun. Þá verður einnig fjallað um atriði sem helst valda ágreiningi á milli rannsakenda og verjenda á meðan á rannsókn sakamála stendur, þ.m.t. aðgang að gögnum máls. Fjallað verður um úrræði sem verjendur geta gripið til við slíkar aðstæður og um meðferð slíkra mála fyrir dómstólum.
Nánari upplýsingar og skráning