Lögmannavaktin
Lögmannavaktin er ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir almenning og fer fram í gegnum síma á milli kl. 16:30 og 18:00 á þriðjudögum. Gert er ráð fyrir að hámarki 15 mínútna símtali á mann og miðað er við að hver lögmaður hringi ekki fleiri en 6 símtöl. Alla jafna eru tveir lögmenn á vaktinni í hverri viku.
Ekki þarf að mæta á skrifstofu Lögmannafélagsins heldur fer vaktin fram í gegnum síma. Listi með nöfnum og símanúmerum þeirra sem eru skráðir á vaktina er sendur þeim lögmanni sem er á vakt í síðasta lagi í hádeginu samdægurs.