Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna

 

Leit að úrskurðum úrskurðarnefndar

Með því að slá leitarorð inn í leitarstreng hér fyrir ofan er hægt að leita í úrskurðum úrskurðarnefndar lögmanna.

Nýjustu úrskurðir úrskurðarnefndar

Úrskurðir fá númer í þeirri stöð sem mál berast til úrskurðarnefndar og eru birtir í númeraröð eftir ártali hér til hliðar.

Mislangan tíma tekur að fjalla um mál og því er ekki úrskurðað í málum eftir númeraröð. Nýjustu úrskurði úrskurðarnefndar má sjá hér fyrir neðan.


Nýjustu úrskurðirnir

Mál 41 2023

Kröfu sóknaraðila, A, um skaðabætur úr hendi varnaraðila, B, er vísað frá nefndinni.

Varnaraðili, B, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila A, með háttsemi sem felur í sér brot á siðareglum lögmanna eða lögum.


Mál 47 2023

Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um frávísun hluta málsins frá nefndinni er hafnað.

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 34 2023

Kröfu sóknaraðila, A, um að fjárnám verði afturkallað, er vísað frá nefndinni.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 15 2023

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila A, við skipti á dánarbúi […], að fjárhæð kr. 1.822.955, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 49 2023

Varnaraðili, B lögmaður, sætir áminningu.

Varnaraðili, B lögmaður, greiði sóknaraðila A 150.000 kr. í málskostnað.


Mál 48 2023

Áskilin þóknun varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila A, að fjárhæð 121.520 kr., felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málkostnaður fellur niður.


Mál 38 2023

Kröfu sóknaraðila, A, um endurgreiðslu úr hendi varnaraðila, B lögmanns, er hafnað.


Mál 40 2023

Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, A, í störfum sínum, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 33 2023

Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.

Sú háttsemi varnaraðila, B lögmanns, að afhenda sóknaraðila, A ehf., ekki afrit samskipta sem hann átti við þáverandi stjórnarmenn sóknaraðila og eftir atvikum fulltrúa þeirra, [...] og þáverandi endurskoðanda félagsins, [...], er vörðuðu fundargerðir, dags. 3. og 5. júlí 2007, sem óskað var eftir með bréfi lögmanns sóknaraðila, dags. 24. mars 2024, er aðfinnsluverð.


Mál 26 2023

Kröfu varnaraðila, C lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni, er hafnað.

Varnaraðili, C lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila A ehf. og B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.