Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna

 

Leit að úrskurðum úrskurðarnefndar

Með því að slá leitarorð inn í leitarstreng hér fyrir ofan er hægt að leita í úrskurðum úrskurðarnefndar lögmanna.

Nýjustu úrskurðir úrskurðarnefndar

Úrskurðir fá númer í þeirri stöð sem mál berast til úrskurðarnefndar og eru birtir í númeraröð eftir ártali hér til hliðar.

Mislangan tíma tekur að fjalla um mál og því er ekki úrskurðað í málum eftir númeraröð. Nýjustu úrskurði úrskurðarnefndar má sjá hér fyrir neðan.


Nýjustu úrskurðirnir

Mál 25 2023

Máli þessu er varðar störf varnaraðila í tengslum við ráðstöfun fyrirframgreidds arfs og erfðafjár­skýrslu vegna þeirrar ráðstöfunar er vísað frá nefndinni.

Máli þessu er varðar brot varnaraðila á ákvæðum siðareglna lögmanna um hagsmunaárekstur er vísað frá nefndinni.

Varnaraðilar, [C] lögmaður, og [D] lögmaður, hafa í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, [A] og [B], með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 50 2023

Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.

Sú háttsemi varnaraðila, [B] lögmanns, að senda dómara við [A] tölvupóst, þann 22. nóvember 2023, með því efni sem þar kemur fram og nánar er lýst í úrskurði þessum, er aðfinnslu­verð.

Varnaraðili, [B] lögmaður, sætir áminningu vegna þeirrar háttsemi að senda dómara við [A] tölvupóst, þann 25. nóvember 2023, með því efni sem þar kemur fram og nánar er lýst í úrskurði þessum, og þeirrar háttsemi að mæta ekki í löglega boðað þinghald í máli […] þann 27. nóvember 2023.

Varnaraðili, [B] lögmaður, sætir áminningu vegna þeirrar háttsemi að senda 26 lögmönnum tölvupóst, þann 23. nóvember 2023, með því efni sem þar kemur fram og nánar er lýst í úrskurði þessum.


Mál 21 2023

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 46 2023

Kröfu varnaraðila um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.

Varnaraðili, [C] lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, [A] og [B] lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 37 2023

Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni er hafnað.

Varnaraðili, B lögmaður, sætir áminningu.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 41 2023

Kröfu sóknaraðila, A, um skaðabætur úr hendi varnaraðila, B, er vísað frá nefndinni.

Varnaraðili, B, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila A, með háttsemi sem felur í sér brot á siðareglum lögmanna eða lögum.


Mál 47 2023

Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um frávísun hluta málsins frá nefndinni er hafnað.

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 34 2023

Kröfu sóknaraðila, A, um að fjárnám verði afturkallað, er vísað frá nefndinni.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 15 2023

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila A, við skipti á dánarbúi […], að fjárhæð kr. 1.822.955, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 49 2023

Varnaraðili, B lögmaður, sætir áminningu.

Varnaraðili, B lögmaður, greiði sóknaraðila A 150.000 kr. í málskostnað.